Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 43
Skírnir
Harðindi á Islandi 1800—1803
41
Það var mjög almenn skoðun og ekki alveg ástæðulaus, að
ýmsir kaupmenn notuðu sér hinn almenna skort til að selja
vörur sínar eins dýru verði og framast var von um, að menn
gætu keypt þær. Þá var það staðreynd, að margir kaupmenn
leituðust, engu síður en venjulega, við að herja sem mest af
gjaldvöru út úr landsmönnum, þar á meðal fisk og kjöt, án
tillits til þess að í slíku árferði hlutu menn að hafa miklu
minna af þess háttar vörum á boðstólum heldur en þegar
sæmilega áraði. í því skyni tregðuðust þeir við, eða jafnvel
neituðu, að láta menn hafa nauðsynjavörur fyrir peninga,
eða seldu þær að minnsta kosti dýrara, þegar peningar voru
boðnir. Til dæmis segir Þórður sýslumaður í fyrrnefndu
bréfi, að rúgmjölstunnan kosti nú 9 ríkisdali gegn greiðslu
í vörum en 10 ríkisdali fyrir peninga, og samkvæmt „Minn-
isverðum Tíðindum“ kostaði mjöltunnan almennt sunnan-
lands 10 rikisdali í peningum en 8 ríkisdali í vörum haustið
1802. Eitthvert orð lék enn fremur á því, að sumir kaup-
menn seldu enn dýrar út á áðurnefnda kornkaupaseðla, sem
yfirvöld gáfu út handa hinum verst settu fyrir peninga þá,
er stjórnin lagði fram í því skyni. Því segir Þórður sýslu-
maður í bréfi einu til amtmanns, að það sé mjög leitt, ef
satt sé, að nokkrir kaupmenn séu svo miskunnarlausir að
hækka þær kornvörur, sem þurfandi menn fá út á þessa seðla,
meira en þær hafi venjulega verið seldar fyrir peninga.31
Þess ber þó jafnframt að minnast, að harðindin komu sér
mjög illa fyrir kaupmenn ekki síður en landsmenn, því að
bæði fengu þeir minni útflutningsvörur en venjulega og
komust ekki heldur hjá því að veita eitthvað meiri reikn-
ingslán en ella. Dæmi voru og til þess, að sumir kaupmenn
sýndu mikla hjálpsemi. Eins og fyrr segir, rikti mikið og al-
mennt hallæri vorið 1802, „ecki sist á Sudurlandi í grend vid
Reykjavík, hvar nær því algjörlegt fiskileysi allt til Páska,
bættist ásamt einum þeim allrahardasta vetri og seinnri skipa-
komu, ofan á bágt sumar-árferdi. Var tómthúsfólk vid sjóar-
sídu í nefndu plátsi mjög svo bjarglítid á þessum vortíma,
leid mikilvægann næríngar-skort, og lagdist þaradauk margt-
hvad í skyrbjúgi (tannveiki og kreppu), er gjarna plaga ad