Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 164
162
Alexander Jóhannesson
Skírnir
quiry is as important as it is interesting, and few will doubt,
that the present work is on the right lines; the origin of the
form of speech must be sought in the organs that produce
the sounds of speech.“
Ég fann í hebresku flest af því, sem ég leitaði að. Og sama
varð uppi á teningnum, er ég rannsakaði polynesiskir eina
frumstæðustu og elztu tungu heims. Naut ég þar hinnar
ágætu orðabókar The Maori-Polynesian Comparative Dic-
tionary by Edward Tregear, Wellington, New Zealand, 1891,
er Sir Richard Paget gaf mér.
1 kínversku notaði ég bók Karlgrens: Grammata Serica,
script and phonetics in Chinese and Sino-Japanese, Stock-
holm 1940. 1 tyrknesku notaði ég A.Vahid Moran: Tiirkge-
ingilizce sösliik, Istanbul 1945, er minn tyrkneski kunningi,
Cemal Enisoglu gaf mér, og loks í grœnlenzku bók eftir Schultz-
Lorenzen, er kom út í Meddelelser om Gronland, Vol. LXIX.
I öllum þessum tungumálum fann ég samsvarandi mynd-
ir, sem staðfestu þá niðurstöðu, er ég komst að: öll þessi
tungumál eru orðin til af einni og sömu tungu, er bera ein-
kenni frumsköpunar manna. Auk þessara tungumála, er töl-
uð eru í norðri, suðri, vestri og austri á jarðarkringlunni,
eru nokkrar tungur í Afriku og Ástraliu, er hafa ekki verið
rannsakaðar frá þessu sjónarmiði, en þó er ég ekki í vafa
um, að allar tungur veraldar séu runnar frá einni og sömu
tungu. Kínversku tala t. d. 500—600 milljónir manna, en
elzta tunga í heiminum, súmeriska, var töluð milli 3600 og
1500 f. Kr. Var hún töluð á svæðinu milli Evfrat og Tigris.
Þeir fundu upp myndletrið, er seinna breyttist í fleygletur,
og hefir enn ekki tekizt að setja súmerisku í samband við
önnur mál. Þó hefir mér heppnazt að finna ca. 30 orð, sem
eru skyld orðum í öðrum málum, t. d. ab, abu, abba „faðir“,
agar = lat. ager „akur“, ama (emu, umu) = idg. amu og
ami „móðir“, bu „þrútna“ = idg. pö-, dala og dalla „ljós,
hjartur", sbr. ísl. Dellingr.
Ég hélt þessum athugunum áfram og birti nýtt rit: Gestural
origin of language. Evidence from six “unrelated” languages.
Preface by Cemal Enisoglu frá Trabzon í Tyrklandi, Rvík