Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 282
278
Ritfregnir
Skírnir
láglendið tilheyri birkiskógabeltinu, líkt og birkiskógurinn, sem vex alls
staðar í fjöllum Skandinavíu ofan við barrskóginn, og myndar breitt og
víðlent belti norðan barrskóganna í norðanverðum Noregi. f þessum birki-
skógum Norður-Noregs, sem allir plöntulandafræðingar Skandinaviu eru
sammála um að kalla sérstakt belti, eru smáeyjar vaxnar villtum barr-
skógi í skjólsælum dölum og við sumarhlýja fjarðarbotna, en hér á landi
vantar meira að segja slíka bletti Þó kynnu villtir barrskógar ef til vill
að geta þrifizt á einstaka slíkum blettum hérlendis, ef landið lægi betur
við aðflutningi þeirra; en það breytir ekki gróðurbeltastöðunni, hún er
miðuð við það, sem er, en ekki það sem ef til vill væri, ef allt væri öðru-
vísi en það er. Það tæki bókstaflega engan endi, ef ætti að fara að eltast
við alla slíka hugsanlega möguleika, þegar löndum er skipað í gróðurbelti.
Meginhluti bókarinnar fjallar auðvitað um gróður og gróðurlendi lands-
ins. Höfundur telur höfuðgróðurlendin 12, og skilgreinir hann þau og lýs-
ir þeim hverju fyrir sig og skiptingu þeirra í smærri einingar, þ. e. gróð-
urfylki, gróðursveitir, gróðurhverfi og gróðurbletti, þar sem síðasttalda
einingin er smæst. Þessa skiptingu virðist mér Steindór byggja aðallega
á kerfi því, sem oft er kennt við Mið-Evrópu vegna uppruna sins, og ís-
lenzku orðin gróðurfylki, gróðursveit og gróðurhverfi, held ég, hann hafi
búið til sjálfur, en hann getur hvorugs. Það hefði þó verið æskilegt að
gera svolitla grein fyrir gróðurfræðikerfum þeim, sem aðallega eru notuð,
t. d. í Evrópu, því í þeim efnum skiptast menn i ýmsa skóla eins og í svo
mörgum öðrum.
Eins og áður er getið, gætir nokkurs ósamræmis í fyrirferð á lýsing-
um og skiptingum hinna ýmsu gróðurlenda í smærri einingar, en allar
eru lýsingarnar greinilegar, þar sem með nokkurri sanngirni er hægt að
krefjast þess. En vegna þess, hve íslenzkar gróðursveitir og gróðurhverfi,
jafnvel gróðurlendi, eru oft blönduð og óskýrt afmörkuð, verður stundum
erfitt um vik að flokka niður og aðgreina. Þá er oftast betra að ganga of
skammt en of langt, og standa því fastari fótum.
í yfirliti yfir gróðurlendin er eitt þeirra nefnt votlendi, en kaflinn
um það heitir aftur mýrlendi. Kannski smávægilegt, en leiðinlegt ósam-
ræmi. Orðið votlendi finnst mér betra, því gróðurlendið skiptist i flóa og
mýri, sem er of líkt mýrlendi. Lýsingarnar á votlendisgróðrinum virðast
byggðar á rannsóknum á honum um allt land, en lýsingar á sumum
hinna gróðurlendanna finnst mér sumar um of einskorðaðar við ákveðna
landshluta, án þess þó að þess sé getið nema stundum.
Mörg af hinum gömlu íslenzku nöfnum, sem Steindór og aðrir á und-
an honum hafa reynt að festa við ákveðin gróðurlendi, gróðurhverfi o.
s. frv., finnst mér illmögulegt að nota til þessara hluta, vegna þess að
hin almenna merking þeirra í málinu er oftast nær bundin við ákveðið
landslag eða staðhætti frekar en ákveðið gróðurfar. Vist eru íslenzk gróð-
urlendi blönduð, en ætli nöfn með óljósa gróðurfræðilega merkingu eins
og mólendi, jaðar, o. fl. eigi ekki sinn þátt í ruglingi og erfiðleikum á