Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 130
128
Richard Beck
Skímir
í Winnipeg, sem upprunalega var stofnaður af hálfu félags-
ins og lengi samhandsdeild þess og sjálfstæð íslendingafélög
á ýmsum stöðum háðum megin landamæranna. Fer starf Ice-
landic Canadian Club fram á ensku, en hinna á báðum mál-
unum. Öll vinna félög þessi gott, þarft og þakkarvert starf
í þjóðræknisáttina. Hitt er jafnsatt, að Þjóðræknisfélagið er
langvíðtækast þeirra félaga vestan hafs, sem um annað fram
eru helguð þjóðræknisstarfseminni. Islenzku kirkjufélögin
vestan hafs, sem áratugum saman unnu mikið gagnsemdar-
og merkisstarf á því sviði, eru nú bæði nýlega runnin inn í
stærri kirkjulegar félagsheildir.
Hér hefir verið farið mjög fljótt yfir starfssögu Þjóðræknis-
félagsins, en vonandi nóg sagt til þess að gefa það í skyn,
að ekki hefir verið setið auðum höndum um hina þjóðræknis-
legu og menningarlegu starfsemi af hálfu þess. f sögu félags-
ins, og í sögu vestur-íslenzkra þjóðræknismála í heild sinni,
er því margs að minnast og óneitanlega margt að þakka, hvað
sem mistökunum líður og því, sem ógert var látið eða hetur
mátti fara. En margt gerist á svo langri leið, og margar tor-
færur á veginum, í þeim efnum sem öðrum.
En á þessum tímamótum í sögu vestur-íslenzkrar þjóð-
ræknisstarfsemi, og með 45 ára afmæli Þjóðræknisfélagsins
í huga, sækir sú spurning eðlilega fast á hugann: Hvað er
framundan í þessum félagsmálum vor fslendinga vestan hafs?
Þeirri spurningu svaraði ég á þessa leið í forsetaræðu minni
á fertugsafmæli félagsins:
Sjálfsagt er að horfast hreinskilnislega í augu við þá vax-
andi erfiðleika, sem vér eigum við að stríða. öll sjáum vér
það, og vitanlega ekki sársaukalaust, hvert straumurinn ligg-
ur í þeim efnum. En það er hægt að bregðast við slíkum
erfiðleikum með tvenns konar hætti. Annars vegar með því
að ganga uppgjafarstefnunni á hönd, leggja árar í bát, sem
er auðveldasti vegurinn, en hvorki mjög hetjulegur né þroska-
vænlegur fyrir sál mannsins sjálfs. Á hinn bóginn er hægt
að mæta örðugleikunum á þann hátt, að ganga djarflega á
hólm við þá, láta þá verða eggjan til dáða, vængi til flugs,
og það viðhorf er í ætt við hið bezta í íslenzku þjóðareðli.