Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 149
Skírnir
Nokkrar spássíugreinar í pappírshandritum
147
Cod. Ac. sem m, og er undarlegur mislestur, en vert er að
hafa í huga, að leifar einar voru eftir af skinnbókinni þegar
Ásgeir skrifaði hana upp, og væntanlega hafa þær leifar ekki
verið óskemmdar; vel getur því verið að þetta orð hafi verið
máð. En mislestur þessi hendir þó til að í Cod. Ac. hafi legg-
urinn á t ekki náð upp fyrir þverstrikið, og er það raunar
augljóst af mislestri Ásgeirs srneccaz fyrir smettaz (sjá bls.
138—139), en a hefur líklegast verið með nokkuð stórum
belg, líklega dálítið ferhyrndum (kantet, sjá Seip, Palœografi,
bls. 92), en efri hlutinn hefur verið mjög óverulegur, fyrst
hægt var að villast á ta og m.
I spássíugreinunum stendur skelkvins (4312), en í 332
skelkings. Líklegasta skýringin á þessum mismun, er að í
Cod. Ac. hafi í þessu orði verið limingur fyrir ng (ij), en u
liafi verið skrifað fyrir v, og hafi átt að lesa skelkvings, en
það orð er meðal sverðsheita í þulum. Ásgeir hefur þá, þeg-
ar hann skrifaði 332, lesið ui sem in og líminginn sem g, en
ui sem vi og líminginn sem n, þegar hann skrifaði spássiu-
greinarnar.
X
Að öðru leyti er einungis stafsetningarmunur á spássíu-
greinunum og 332, en sá munur er athyglisverður. Mismun-
urinn er þessi:
au táknar ÁJ au, 332 a/ 2 dæmi
á — — á, — a 1 —
Q — — au, — (V 3 —
æ — — e, — ? 1 —
æ (eða œ?) táknar . . . — Q, — 0 1 —
I endingum hefur .... ÁJ u, 332 0 3 dæmi
Samhljóð inni í orðum og í lok orða ÁJ k, 332 c 2 dæmi
— d, — ð 2 —
— lld, — ld 2 —
— Y, — V 1 —
— R, — r 1 —