Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 268
264
Ritfregnir
Skírnir
af ])á galla, sem ég og aðrir hafa rekizt á. Ef gengið yrði að þessari end-
urskoðun með vandvirkni og alúð, má ætla, að OM verði merkisbók, cr
fram líða stundir.
Halldór Halldórsson.
E. O. G. Turville-Petre: M' tli and Religion of the North. The Reli-
gion of Ancient Scandinavia. Lor.don 1964.
Prófessor Turville-Petre er löngu kunnur fyrir rit sín um forníslenzk-
ar bókmenntir og norræna menningu. Rit hans bera höfundi sínum fag-
urt vitni um óvenju trausta þekkingu á fombókmenntum fslendinga og
djúpa innsýn í norrænan menningararf. Síðasta bók Turville-Petres: Myth
and Religion of the North, er þessum sömu kostum búin. f upphafi bók-
ar gerir höfundur glögga grein fyrir heimildum sinum, og bókin öll ber
þess merki, að hann kann vel að vega þær og meta. En bókin sýnir engu
síður djúptæka þekkingu höfundar á trúarbragðasögu. Hún veitir einkar
glögga yfirsýn yfir rannsóknir á norrænum trúarbrögðum og gefur skýra
mynd af þeim niðurstöðum, sem nú eru efst á baugi. En höfundur gerir
meira en kynna lesendum sínum skoðanir annarra. Með því að velja úr
þeim og hafna dregur hann upp sjálfstæða heildarmynd af goðheimi
Norðurlandabúa.
Engar kenningar í norrænni trúarbragðasögu, sem fram hafa komið
á siðustu áratugum, hafa vakið þvilíka athygli sem þær, er hinn kunni
franski trúarbragðafræðingur George Dumézil hefur sett fram i fjölda
bóka. Hann rekur öll trúarbrögð arískra (indóevrópskra) þjóða til sam-
eiginlegs upphafs og telur þau hafa mótazt af stéttaskiptingu þjóðfélags-
ins. Turville-Petre er bersýnilega mjög hrifinn af þessari skarplegu og
nýstárlegu skoðun, en tekur henni þó með fullri gát. Hann segir (103.
bls.), að það sé ekki á sínu færi að gagnrýna þessa kenningu og enn
muni sérfræðingar margra kynslóða deila um hana. Höfundur hefur því
skoðanir Dumézils ávallt til hliðsjónar í bók sinni, þótt hann telji, að
endanleg niðurstaða um ýmsar þeirra sé enn ókomin.
Ekki getur hjá því farið, að í riti sem þessu sé ýmislegt, sem hægt er
að deila um. Ég vil sérstaklega nefna (159. bls.), er höfundur telur, að
Gullveig sú, er segir frá í Völuspá, geti varla verið önnur en Freyja og
(115. bls.) að Höður hafi í upphafi ekki verið sjálfstæður guð, heldur sé
nafn hans aðeins eitt af mörgum nöfnum Öðins. Mér finnst hvorug skoð-
unin hafa næga stoð í heimildum, og að minnsta kosti er þetta víðs fjarri
þeim skilningi, sem fram kemur í Völuspá. Ekki get ég heldur fallizt á
þá skoðun (110. bls.), að frásögn Snorra-Eddu um för Hermóðs til Heljar
hljóti að vera byggð á týndu kvæði, vegna þess að stuðlasetning skini
í gegn. Höfundur tekur sem dæmi: Hann reið níu nætr dökkva dala ok
djúpa. Ef til vill væri hægt að nefna eitthvað fleira af þessu tagi, en
ég hnaut aðallega um þessi þrjú atriði við lestur bókarinnar.
Hitt var miklu oftar, að ég dáðist að hófsemi höfundar og dómvísi, og