Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 186
184
Þorsteinn Þorsteinsson
Skirnir
tæpum 2% bæði 1910 og 1921—50. En hér er þó saman
komið töluvert meira en fjórðungur nafnatölunnar bæði 1910
og 1921—50, svo sem sjá má í 2. yfirliti. Að svona lítið verð-
ur úr nafngjöfum þeirra stafar af því, að þau eru svo fátíð,
borin af fáum mönnum hvert.
Þetta sýnir, að það sem setur svipinn á nafnasið lands-
manna, eru ekki fátíðu nöfnin, sem menn rekast á endrum
og sinnum manna á meðal eða í fréttablöðum, heldur tíðustu
nöfnin, sem hvarvetna blasa við. 1 6. skrá er sýnt, hvaða
nöfri karla og kvenna hafa náð nafngjafafjölda meiri en 1%
af 1ölu nafnbera hvers kyns 1703, 1855, 1910 og 1921—50.
Tala þessara nafna og nafngjafa var samtals á hverjum tíma
svo sem hér segir:
Nöfn karla Tala nafna Af hdr. Tála nafngjafa Af hdr.
1703 19 4.9% 14835 65.0%
1855 23 4.3 — 20325 66.2 —
1910 26 2.4— 26211 53.4—
1921—50 ... 33 2.7 — 29270 45.1 —
Nöfrt kvenna
1703 28 8.2% 20 709 75.2%
1855 27 5.1 — 23270 69.1 —
1910 31 2.4— 32 750 59.9 —
1921—50 ... 33 2.3 — 29945 48.5 —
Yíirlit þetta sýnir, að þessi fáu nöfn, sem voru aðeins um
2/4% af öllum nafnaforðanum 1921—50, lögðu þá til fram
undir helming af öllum nafngjöfum á því tímabili. Og áður
var hlutdeildin miklu meiri, jafnvel allt upp í % og % 1703,
en þá var nafnaforðinn líka miklu minni. Þessi nöfn eru
aðaluppistaðan í nafngjöfum landsmanna og ráða mestu um
heildarsvip þeirra.
Það er athyglisvert, hve röð efstu nafnanna i 6. skrá, bæði
karla og kvenna, hefur breytzt lítið, að því undanskildu,
að Gunnar hefur hoppað úr 24. sæti 1910 upp í 4. sæti 1921
—50. Sýnir það ekki litla festu í nafnavali. Þó eru efstu
nöfnin í 6. skrá, Jón og Guðrún, orðin miklu fátíðari en áður,
nafngjafir Jóns næstum helmingi færri og nafngjafir Guð-
rúnar meir en 40% færri heldur en 1703, þrátt fyrir mikla