Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 25
Skírnir
Harðindi á Islandi 1800—1803
23
arra kinda, er seldar voru kaupmönnum á þessu hausti, en
það hafi jafnvel verið fleira en nokkru sinni áður. Slátrun
hafi þannig verið mjög veruleg þetta haust, en verði því mið-
ur þeim mun óverulegri að ári.13
Eins og fyrr er getið, var allur búpeningur, sem lifði af
veturinn 1801—1802, ákaflega illa á sig kominn alls staðar
á landinu og rétti að vonum lítið við um sumarið. Það fé,
sem slátrað var, gaf þess vegna minna af sér en lengi höfðu
verið dæmi til, „og svo qvad ramt ad á einum hæ [í Norður-
múlasýslu], hvar slátrad var 30 fullordins fjár, medal hvörs
10 saudum gömlum, ad ecki féckst úr öllu þvi fullt qvartil
tólgar“.1G Málnytupeningur var líka meira og minna geldur,
enda scgir Þórður sýslumaður Björnsson í fyrrnefndu bréfi
sínu til rentukammers 22. september 1802, að þá um sum-
arið hafi fjölmargir Norðurþingeyingar aðallega dregið fram
lífið á fjallagrösum og vatni og kjöti af horföllnu sauðfé.
Ástandið var að vísu hvað verst á þessu svæði, en á ýmsum
stöðum var það litlu betra.
Sjávarafli var víða góður síðla vors og sumarið 1802, þar
sem hafís hindraði ekki og eins þar, eftir að ísinn loksins fór.
Var þetta fjölmörgum til bjargar, og er hér ekki aðeins átt
við þorskafla og þess háttar heldur og hrognkelsa- og síld-
veiðar, sem voru þá fremur nýjar á nálinni hér við land,
eins og ummæli „Minnisverðra Tíðinda“ 1801—1802 bera
með sér, en þar segir meðal annars:
„Ádur enn eg skil med öllu vid fiskiveidarnar, gét eg þess
hér til hugvekju ödrum hérödum landsins, sem fæst brúka
edur þeckja sömu veidibrellur og agn-beitu: ad norskir menn
hafa med síldar lagnetum sýnt í Hafnarfirdi og vidar á Tíd-
ina-árunum [1798—1801], ad löluverdt af feitri og gódri
Haf-síld megi abla í ýmsum landsins fjördum, eins og á
Eyjafirdi; . . . og: ad á Sudurlands 3ur inn-nesjum hafa inn-
búar á þessum seinni árum, ákaflega tídkad og upptekid
Hrognkélsa-veidar í útdregnum þorska- og þar til búnum
tog-netum, ecki einúngis í því tilliti, ad þeir hafa, án tafar
frá ödrum fiskiabla, gétad audveldlega stundad þessa hægu
veidi upp vid landsteina, og þar med flutt mörgum þúsund-