Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 58
56
Halldór Halldórsson
Skirnir
hitum. En hitt á ég erfitt með að skilja, að stúdentum sé
nauðsynlegt að ganga í bláum vinnubuxum og jafnvel sokka-
lausir og skólausir í kennslustundum. Það má vel vera, að
við séum formlegir og hátíðlegir um of, en formleysið virt-
ist mér stundum keyra úr hófi fram þar vestra. Aftur á móti
virtust mér samskipti manna mjög eðlileg og öll hin vin-
gjarnlegustu í þeim háskólum, sem ég hafði tækifæri til að
koma í. Gætum við íslenzkir skólamenn og íslenzkir nem-
endur sótt þangað góðar fyrirmyndir.
II.
Engilsaxneskar þjóðir hafa þá sérstöðu, að almenningi er
ekki nauðsynlegt að leggja stund á að læra erlendar tungur.
Menn, sem eiga ensku að móðurmáli, geta ferðazt um flest
lönd og notað sitt eigið mál. Að vísu geta menn aldrei skilið
til hlítar hugsunarhátt þjóða, sem þeir dveljast með, án þess
að skilja tungumál þeirra, en hin hagnýtu vandamál ferða-
mannsins geta menn víða leyst með því að kunna ensku.
Flestar fræðigreinir geta menn einnig lagt stund á, þótt menn
kunni ekki annað tungumál en ensku. Sumar eru þó þess
eðlis, að ógerningur er að komast til botns í þeim án þess
að nema fleiri tungur, og eru málvísindi þar í fremstu röð.
Þessi sérstaða enskunnar, sem ég nú hefi lýst, hefir haft það
í för með sér, að kunnátta í erlendum málum hefir staðið á
miklu lægra stigi í enskumælandi löndum en meðal smá-
þjóða eins og t. d. á Norðurlöndum.
I Bandaríkjunum hefir þó afstaða til tungumálanáms
breytzt mikið upp á síðkastið. I heimsstyrjöldinni síðari gerðu
Bandaríkjamenn sér ljóst, að þeim var nauðsynlegt að eiga
menn talandi á tungur þeirra þjóða, sem herir þeirra dvöld-
ust með, og þeir gengu að því með alkunnum dugnaði sín-
um og skipulagshæfi að þjálfa lið kunnáttumanna í tungu-
málum. Við þetta fleygði fram allri tækni í málakennslu.
Þá hafa Bandaríkjamenn átt — og eiga — mjög merka vís-
indamenn í málfræðum, og þessir vísindamenn hafa skapað
svo mikla virðingu um fræðigrein sína, að orðið málvísindi
— linguistics — er aðeins nefnt með djúpri lotningu.