Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 59
Skírnir
Bandarísk skólamál
57
En það var ekki ætlun mín að gera grein fyrir almennum
málvísindum í Bandaríkjunum, heldur skýra frá kennslu í
íslenzku og fornnorrænum fræðum við þá háskóla, sem ég
gisti vestra. öllum þeim, sem vilja fá vísindalega þjálfun í
norrænni og yfirleitt germanskri málsögu, er nauðsynlegt að
komast í allnáin kynni við íslenzku. Hún er að þessu leyti
lykilmál. Þetta er málvísindamönnum kunnugt, og þess vegna
er íslenzka, einkum fornmál, kennt við marga merka háskóla
út um allan heim. Hér við bætist, að forníslenzkar bók-
menntir eru eitt af undrum bókmenntasögunnar. Forníslenzku
leggja fræðimenn því einkum stund á af tveimur ástæðum:
af áhuga á norrænum eða germönskum málvísindum eða af
áhuga á forníslenzkum bókmenntum eða fornnorrænni eða
forngermanskri menningarsögu.
Fyrsti háskólinn, sem ég gisti, var University of Virginia
í Charlottesville, hinn gamli háskóli Thomas Jeffersons.
Leiðsögumaður minn þar var prófessor Robert Kellogg, sem
stundaði eitt ár nám hér við Háskólann, hefir komið hingað
síðar og talar ágæta vel islenzku. En þótt prófessor Kellogg
sé svo vel að sér í íslenzkum fræðum, er kennslugrein hans
ekki íslenzka, heldur fornenska og miðenska. Haustið 1963
var þar engin kennsla í islenzku, hvorki fornmáli né nvitima-
máli. En ég varð var við nokkurn áhuga á íslenzku þarna,
því að ég flutti fyrirlestur fyrir nemendur í fornensku um
þætti úr sögu íslenzks orðaforða, og á eftir rigndi yfir mig
spurningum frá nemendunum. Ég sé líka af skýrslum, að
við þennan háskóla hefir verið kennd íslenzka. Árið 1960
var þar t. d. tveggja missera námskeið i forníslenzku. Kenn-
ari var prófessor Fredric T. Wood. Sennilegt þykir mér, að
námskeið af þessu tæi séu haldin með tilteknu millihili. Ég
varð þess var, að við ýmsa háskóla eru íslenzkunámskeiðin
haldin á tveggja til þriggja ára fresti.
Næsti háskóli, sem ég kom til, var John Hopkins Univers-
ity í Baltimore, háskólinn, sem prófessor Stefán Einarsson
starfaði lengi við við góðan orðstír. Ég hitti þar ýmsa pró-
fessora, sem kenna ensku og þýzku. Þeir sögðu mér, að
kennsla í íslenzku hefði lagzt niður við háskólann, þegar