Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 161
Skírnir
Um rannsóknir minar í málfræði
159
hjá Max Niemeyer). Þetta er rannsókn á tvöföldun b, d, g
í íslenzku, eins og lafa og labba, vaga og vagga, stréSa og
stredda o. s. frv. Er allmikið af orðum þessum í íslenzku, og
er sú ályktun dregin, að þessar tvöfaldanir geti orðið á öll-
um tímum.
Nú var komin út á heimsmarkaðnum hin indógermanska
samanburðarorðahók eftir Alois Walde (Vergleichendes indo-
germanisches Wörterbuch, 1927—1932, 877+716+269 bls.).
Gafst mér nú tækifæri til þess að kynnast þessari orðabók
nánar. Þjóðhátíðarárið 1930 komu nokkrir kollegar minir frá
amerískum háskólum hingað til lands, og skoruðu þeir á mig
að semja íslenzka etymologiska orðabók. Varð það úr, að ég
lofaði þessu hálft í hvoru, en aldrei myndi ég hafa lagt út í
þetta verk, ef ég hefði séð, hve seinunnið það var. Síðan hef ég
unnið að þessu verki á köflum i lífi mínu, en margar urðu
frátafirnar, eftir að ég var kosinn rektor, og gegndi ég því
starfi samtals i 12 ár. Við lijónin áttum sumarbústað á Þing-
völlum og dvöldumst þar á hverju sumri í 13 sumur, og tók
ég þangað með mér fjölda orðabóka og ritgerða og vann af
kappi öll sumrin að orðabók minni. Vegna kunnáttu minnar
í grisku og latínu reyndist mér mögulegt að „konstruera“
frumindógermanskar orðmyndir, en þær eru hinumegin við
ca. 2000 ár f. Krists burð. Nú þurfti ég að afla mér helzt
allra bóka og ritgerða, er um þessi mál fjölluðu. Þær eru i
öllum málfræðitímaritum heims og þó að eitthvað hafi orðið
útundan, er það eðlilegt um l.útgáfu rits, sem ýmsir gallar
hljóta að vera á. Ég naut kunningja míns, próf. E. Dieth við
háskólann í Zúrich (látinn fyrir nokkrum árum), er samdi
við hið heimsfræga útgáfufyrirtæki Francke Verlag fyrir
mína hönd, og greiddu þeir auk þess nokkra þóknun fyrir
verkið. Þannig tókst mér að ljúka við þetta mikla verk 1956,
er bar titilinn Islándisches etymologisches Wörterbuch, 1406
blaðsíður. Leitað var áskrifta á íslandi, og voru þar nálega
200 kaupendur, er fengu verkið smám saman eftir því sem
prentuninni miðaði áfram. Upplagið var 1000 og hafa nú
selzt að minnsta kosti 700—800 af því.
Ég samdi um þetta leyti: Um frumtungu Indógermana og