Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 266
262 Ritfregnir Skírnir
Bátafiski er sagt hvorugkennt, og surnir hafa það svo, en orðið er einn-
ig kvenkennt.
Fjandi er sagt í flt. féndur (leiðinlegur ritháttur!) eða ffendur. Hins
vegar er ekki getið um flt. fjandar, sem notuð er í merkingunni „púkar,
djöflar".
Einkennilegt ósamræmi er það, að tilgreint er orðið Innþrœndur, sem
að vísu er óþarft orð í þess konar bók, en ósamsetta orðið er aftur á móti
Þrœndir.
Nafnháttarmyndin knega er mér vitanlega ókunn í íslenzku nema í
nokkrum málfræðibókum og ber að líta á hana þar sem „endurgerða orð-
mynd“, svo að þessi skyssa hefir hent fleiri en höfund orðabókarinnar.
Kók er aðeins tilgreint sem hvorugkennt orð, en í máli unglinga í
Reykjavík er það einnig kvenkennt. („Ég er búinn með kókina mína“).
Reitur er sagt í flt. reitir, en myndin reitar tilgreind sem úrelt mynd.
Þetta er ekki alls kostar rétt. 1 merkingunni „stakkstæði" (fiskreitar),
hygg ég, að fyrir vestan að minnsta kosti hafi alltaf verið sagt reitar.
Ýmislegt fleira af þessu tæi mætti nefna, þótt hér verði ekki gert.
í OM eru fjölmörg staSbundin orS, sem sumir kalla „mállýzkuorð".
Það er að vísu álitamál, hvort slík orð eigi heima í orðabók af þessari
gerð. Ég er sammála ritstjóranum að taka þau með. En hitt er meS 'óllu
óverjandi aS merkja ekki á neinn hátt, aS þau séu staSbundin. Það hefði
ekki verið nauðsynlegt, — og raunar ekki gerlegt með neinni nákvæmni,
— að skýra frá útbreiðslusvæði þeirra. En til hins bar bráða nauðsyn
að merkja, að þau tíðkuðust aðeins á takmörkuðu svæði. Um þetta atriði
má finna dæmi á flestum siðum bókarinnar. En ég mun láta eitt nægja.
Það er orðið rambelta, sem notað er í Hafnarfirði um leiktæki barna,
sem kallað er salt í Reykjavik. Það kann að vera, að orðið tíðkist víðar
en í Hafnarfirði, og ég veit, að áður fyrr var það kunnugt i Reykjavík.
en alla vega er víst, að orðið er staðbundið. Skortur á auðkenningu stað-
bundinna orða er til þess fallinn að rugla um fyrir fólki, en hlutverk
bókarinnar er einmitt að leiðbeina því. Ég tel þetta einn af veigameiri
göllum orðabókarinnar. _______
1 formála (bls. IX) segir, að „að sjálfsögðu" sé fylgt lögboðinni staf-
setningu. Nú ber þess að vísu að gæta, að ákvæðin um íslenzka stafsetn-
ingu (i reglugerð frá 25. febr. 1929) eru ekki svo glögg á ýmsum sviðum,
að ekki megi oft um deila, hvað sé rétt og hvað rangt. Það er rétt, sem
segir á tilvísúðum stað í formála, að ekki er boðið að rita skuli je, þar
sem þetta hljóðasamband hefir þróazt úr jö, t. d. í jjegur, smjer, ófjeti o.
s. frv. En þessi ritháttur hefir þó þann kost að vera í samræmi við heil-
brigða skynsemi og sömuleiðis það meginsjónarmið, sem stafsetningin frá
1929 er reist á, upprunasjónarmiðið. Ég hygg, að ætlun þeirra, sem ákváðu,
að ritað skyldi é í stað je, hafi verið sú að sýna, að í fornmáli hafi verið