Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 144
142
Ólafur Halldórsson
Skimir
hver lýtur (af sögninni að lúta) undir arnarklær á næstu
stundu. Forsetningin að væri þá notuð eins og í orðasam-
böndunum að ári, að sumri. Lesháttur Árna fær stuðning af
texta Flateyjarbókar, og verður þá að teljast líklegra að hann
fari rétt með texta Cod. Ac., en ekki er þó hægt að fullyrða
það; lesháttur hans er ákjósanlegur að merkingu, en allt um
það mun hann ekki vera upprunalegur. 1 vísum Torf-Einars
eru venjulega skothendingar í jöfnu vísuorðunum, ef hend-
ingar eru í þeim á annað borð, en aðalhendingar koma þó
fyrir. Þess vegna er sennilegra að hendingar hafi verið undir
... standa, heldur en undir . . . stundu, og hér bætist við að
vitnisburður handrita styður lesháttinn standa, en þannig
hefur staðið í einu handriti Orkneyinga sögu (ÁM 325 III a
4to),r') og tveimur Heimskringlu handritum (Jöfraskinnu og
Frísbók). Orðalagið að standa undir e-ð kemur nokkrum sinn-
um fyrir í merkingunni að styðja (sjá dæmi í orðabók Fritz-
ners), en merking þessara vísuorða: hver hlýtur að styðja
arnarklær (hver fær það hlutskipti að verða örnum að bráð),
liggur ekki Ijóst fyrir, og er þá ævinlega hætt við að rit-
arar breyti.
VI
Að öðru leyti er helzt fengur að þessum spássíugreinum
Árna Magnússonar fyrir þann stuðning sem þær veita texta
Ásgeirs í 332, og skal aðeins drepið hér á eitt atriði.
Sigurður Nordal nefnir í formála að Orkn., að diupuðgu
(622) muni vera ritháttur Ásgeirs, ‘idet O.s (þ. e. 39) Dyp-
audgi med tilhorende forklaring bestemt peger paa, at mem-
branen har haft -auðgu’.16) f 39 er setning sú sem Sigurður
Nordal vísar til, þannig: ‘den Dybaudgi det er saa megit som
grundriige’. En af því að Árni Magnússon hefur breytt Diup
audgu hjá .Tóni Erlendssyni (í 56) í Diupuþgu, er augljóst
að þannig hefur verið skrifað í Cod. Ac. Sá sem þýðinguna
gerði, eða e. t. v. eftirritari, hlýtur þá að hafa vikið frá skinn-
15) Sjá í formála Sigurðar Nordals að Orkneyinga sögu um jietta hand-
rit og Ups. Univ. Bibl. Isl. R: 702.
16) Orkn. trulledning, bls. XLI.