Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 69
Skírnir
Bandarísk skólamál
67
háskólinn í Evanston, rétt hjá Chicago. Þar veit ég ekki til,
að íslenzk fræði eða önnur norræn fræði hafi verið stunduð,
en mikið bar þar á þýzku.
Við marga bandariska háskóla, sem ég kom ekki i, er lögð
stund á íslenzk og önnur norræn fræði, og að því er ég bezt
veit, ber þrjá þeirra hæst í þessum efnum, en þeir eru þessir:
University of California í Berkeley, þar sem þeir Assar Jan-
zén og Hákon Hamre eru prófessorar, University of Cali-
fornia í Los Angeles, þar sem þeir eru Erik Wahlgren og
Kenneth Chapman, og loks University of Texas í Austin, þar
sem Lee Hollander og Margaret Arent kenna þessi fræði.
Af öðrum háskólum, sem haft hafa námskeið í íslenzkum
eða norrænum fræðum, veit ég um þessa: University of Penn-
sylvania, Stanford Uiiiversity, St. Olaf College í Northfield í
Minnesota, University of Florida, University of Illinois, Uni-
versity of Indiana, State University of Iowa, University of
Kansas og University of Nebraska.
Ég hefi nú skýrt frá nokkru af því, sem ég varð áskynja
um, að því er varðar kennslu og nám í íslenzkum fræðum í
Bandaríkjunum. Ég vona, að mönnum sé af þessu ljóst, að
víða eru námskeið haldin í þeim og margt er þar fróðra
manna um þessi efni. En til þess að girða fyrir allan mis-
skilning vil ég leggja áherzlu á eitt: Mjög fáir taka yfirleitt
þátt í þessum námskeiðum og að jafnaði eru það kandídatar,
menn með B.A.- eða M.A.-prófi, sem hyggja á frekara nám i
málvísindum eða bókmenntum og menningarsögu miðalda.
En jafnframt eru þetta aðeins úrvalsnemendur.
Á leiðinni heim varð ég samferða sænskum leikhúsmanni.
Hann hefir nú um nokkurra ára skeið ferðazt einn til tvo
mánuði í senn milli bandarískra háskóla á kostnað sænska
ríkisins til þess að lesa sænska texta inn á band til notkunar
við sænskukennslu í bandarískum skólum og jafnframt til
þess að lesa upp úr sænskum bókmenntum. Mér datt í hug,
hvort íslendingar gætu ekki leikið eitthvað svipað eftir til
þess að létta undir með þeim, sem við erfið skilyrði kenna
íslenzka tungu og bókmenntir við bandaríska háskóla.