Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 51
Skirnir
Bandarísk skólamál
49
ust ákveðinna einkunna eða sérstaks prófs í tilteknum grein-
um af nemendum úr gagnfræðaskólum, sem ekki hafa
reynzt vel eða njóta ekki álits háskólayfirvalda. Er hér oft
um að ræða gagnfræðaskóla á stöðum, þar sem erfitt er að
afla góðra kennslukrafta, því að mikill skortur er á hæfum
kennurum í Bandaríkjunum eins og hér og víða í Evrópu.
Við háskólana annast sérstakt starfslið val nemenda í skól-
ann og metur hæfni þeirra til háskólanáms.
Nú um stund hefir verið dvalizt við skipulag lægri skól-
anna. En eitt er kerfi, og annað er árangur kennslunnar.
Ég kynnti mér lítið starf barnaskólanna, en átti þó nokkur
samtöl við sérfróða menn um þau efni. öllum kom saman
um, að skólarnir væru mjög misjafnir, sumir frábærir, aðrir
lélegir, og til væru öll stig þar á milli. Mörgum varð tíðrætt
við mig um ólæsi meðal fólks, enda mun vera allmikið um
það í Bandaríkjunum. Langsamlega mest skildist mér, að
þess gætti meðal mislits fólks — og þá einkum Negra. Var
mér sagt, að ólæsið stafaði ekki af því, að þetta fólk hefði
ekki tækifæri til lestrarnáms, enda tryggir skipulagið það,
að allir hafa tækifæri til skólasóknar. Miklu fremur vildu
menn rekja þetta til skilningsleysis foreldra á gildi lestrar-
náms og menntunar almennt. Heimildarmenn mínir kváð-
ust engan veginn telja, að hæfileikaskortur Negra eða ann-
arra mislitra manna ætti hér sök. Þetta fólk væri engu síð-
ur til náms fallið en hvítir menn. Mikilsvert atriði er einnig,
að skólar, sem eingöngu eru ætlaðir Negrum, hafa almennt
lélegra kennslulið en hvítra manna skólar. Var mönnum þetta
mikið áhyggjuefni, sem vonlegt er.
Mér var sagt, að norrænir innflytjendur — og voru fs-
lendingar þar sérstaklega tilnefndir — hefðu ráðizt í að stofna
skóla, jafnskjótt og vestur kom, og yfirleitt hefði fólk, sem
fluttist úr Norður- og Mið-Evrópu haft mikinn hug á að
mennta hörn sín sem mest og hezt. Eðlilegt má telja, að
fólk, sem kom úr löndum, þar sem ólæsi var altítt, eða frá
rikjum, þar sem það heyrði til undantekningum, að fólk
kynni að lesa, bæri ekki sama skyn á gildi menntunar og
hitt, sem kom úr löndum, þar sem alþýðumenntun stóð á
4