Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 276
272
Ritfregnir
Skímir
landslagi, landabréfum og fornum gripum, prýða bókina, gott nafnaregist-
ur auðveldar notkun hennar, og frágangur innri sem ytri er sem vænta
má frá Oxford University Press.
GutSni Jónsson.
Multhías Jónasson: Yeröld milli vita. 194 bls. Almenna bókafélagið.
Bók mánaðarins. Marz, 1964.
1 bók þessari fjallar höfundur um fjöldamörg fyrirbæri og vandamál
mannlegs lífs og reifar þau frá sálfræðilegu og heimspekilegu sjónarmiði.
Ritið mun ætlað alþýðu manna. Eftir því sem ég bezt veit, hefur megin-
efni þess (ef ekki allt) birzt í vikublaðinu Vikunni.
Efnið er hið fjölbreytilegasta. Það skiptist í YI aðalþætti, en í hverj-
um þætti eru nokkrar greinir með sérstökum fyrirsögnum.
1 fyrsta þætti segir frá ýmsum manngerðum. Annar þáttur gerir ást-
inni skil. 1 þeim þriðja er vikið að trúmálum. Fjórði þátturinn nefnist
„Konan í samfélagsbyltingu 20. aldar“, og er þar fjallað um stöðu kon-
unnar fyrr og nú, auk þess sem rædd eru vandamál nútímakonunnar.
Fimmta þátt nefnir höfundur „Á hverfanda hveli“. Þar eru undirgreinir
svo sem „Hvikult geð“, er eiga að varpa ljósi ó hviklyndi og ótryggð,
einkum í ástum. önnur grein heitir „Fagurt skal mæla“ og er hún um
fláttskap og óheilindi. 1 öðrum greinum þessa þáttar er rætt um skap-
gerðartúlkun, sefjun og vana, fordæmi og viðvörun, freistingar, ofdrykkju
og loks óttann við hið óþekkta. Sjötti og síðasti þáttur ber nafnið „Mað-
urinn —- ráðgáta sjálfs sín“. Eru þar ekki síður forvitnileg viðfangsefni
en í hinum fyrri, og heitir hið síðasta „lífsvizka".
Dr. Matthías er löngu þjóðkunnur maður af ritstörfum sínum, sál-
fræðirannsóknum og ötulli baráttu fyrir hættum hag barna og unglinga.
Margar umbætur í uppeldismálum þjóðarinnar eru runnar undan rifjum
hans. Fræðileg þekking hans og reynsla í uppeldis- og þjóðfélagsmálum
er meiri en flestra annarra Islendinga. Hann á þvi kröfu á því, að ó
hann sé hlustað af nokkurri athygli, þegar hann kveður sér hljóðs og
„tekur til meðferðar ýmis vandamál, sem ofarlega eru á baugi í lífi nú-
tímamanna“, eins og segir á kápu bókarinnar. Hvaða boðskap færir hann
þá „veröld milli vita“?
Dr. Matthías veit sannarlega enga allsherjar lausn á vandamálum
mannkyns frekar en nokkur annar. En hann leitast við að fá lesandann
til að horfa betur á sjálfan sig, sjá smæð sína, vanþekkingu og getuleysi
og sætta sig við að lifa í heimi, þar sem hann hrekst eins og fis fyrir
stormi og straumi, ofurseldur sviptiöflum umhverfis sins (bls. 21). Ef til
vill getur hann reynt að trúa ó ódauðleikann til vonar og vara (bls. 23),
en þó er hin eiginlega lífsvizka framar öllu fólgin í „jafnvægri skapgerð,
innra öryggi og hófsemi í viðskiptum við umheim og örlög" (bls. 191).
Ekki er þetta beinlinis uppörvandi kenning, en liklega engu að siður
nokkuð raunsæ. Marga góða formælendur hafa svipuð sjónarmið átt á