Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 85
Skírnir
Ætt Ivars hólms hirðstjóra Vigfússonar
83
grein fyrir, eflaust einnig skilgetinn, sem Guðmundur hét.
Kona fvars er ókunn. Sums staðar í ungum heimildum er
fvar talinn hafa verið hirðstjóri. Það er eflaust rangt og hef-
ur ekki við neitt kunnugt að styðjast.
Bjarna ívarssonar
er fyrst getið í skrá um skipti eftir Vatnsfjarðar-Kristínu
Björnsdóttur. Segir þar svo: „ ... á Þorleifur Björnsson að
taka hálft xvj kúgildi hjá Bjarna ívarssyni af innstæðu kúm“
. .. og ennfremur: „ .. . En Bjarna bónda iij hundruð jarðar-
part, að hann brast í Lækjamótspart.“
Skrá þessi er í fornbréfasafninu talin frá 1458, en mjög er
vafasamt, að það sé rétt, með því að Þorleifur Björnsson er
hér nefndur meðtökumaður. Sennilega er a. m. k. ofannefnd
klausa ekki eldri en eftir lát Björns föður Þorleifs, 1467, enda
er margt, sem til þess bendir, að Bjarni ívarsson og Sopliia
hafi ekki gifzt fyrr en eftir 1458.')
1 máldaga Glaumbæjarkirkju í Skagafirði segir svo m. a.:
„Item reiknaðist i porcionem meðan Bjarni hóndi Ivarsson
og Soffía hélt um XIX ár XXX hundraða iij hundruð og
fimm aurar betur.“2)
Ekki er ljóst, hvernig tími þessi á að teljast, og kann nokk-
uð af honum að vera sá, er Soffia var á milli mannanna,
Árna Þorleifssonar, fyrra manns síns, og Bjarna.
Til er frumrit af bréfi frá 27. júlí 1471, gerðu í Engey á
Kollafirði, um peninga Árna Höskuldssonar, er hann sigldi
af landi burt. I niðurlagi þess segir svo: „Og til sanninda
hér um setti eg fyrrnefndur Árni mitt innsigli fyrir þetta
skiptabréf með þessum manna innsiglum Þorkels Þorsteins-
sonar og Bjarna Ivarssonar, hverir að voru við þenna hans
reikning og skipti er fram fór“ o. s. frv.3)
Bjarna Ivarssonar er getið í sjaldgæfri heimild, klausu ár-
settri 1473, sem letruð er á messubók, er Bjarni hefur gefið
klaustrinu á Munkaþverá. Bókina lét gera Bjarni son junk-
0 D.I. V, 160—164.
2) D.I. V, 331—332.
3) D.I. V, 625—626.