Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 277
Skírnír
Ritfregnir
273
öllum timum. En nú vill lesandinn spyrja höfundinn, livernig hægt sé
að öðlast hina „jafnvægu skapgerð og innra öryggi“. Slik svör leiðir dr.
Matthias hjá sér. Honum virðist vera sýnna um að spyrja sjálfur, kryfja
og efast en taka að sér hlutverk hinnar alvitru véfréttar. Hann sviptir
miskunnarlaust blekkingarhjúpnum af dýrlingum og spámönnum. Og sjá!
Ekki er allt jafnhreint fyrir innan tjaldskörina. Hann hlifir ekki hinu
sterka kyni við að horfa á sól þess ganga til viðar. Hann veltir því jafn-
vel fyrir sér, hvort menningin sé ekki vöntunarfyrirbæri.
Það kann að vera skynsamlegast og áhættuminnst að hafa jiennan hátt
á og hliðra sér hjá beinum svörum og skýlausri afstöðu. 1 málum þeim,
sem hér eru til umræðu, eru og skoðanir skiptar, því að sannleikurinn
er vandfundinn. En ]>ó að höfundur verjist svara, má engu að síður lesa
milli linanna, að hann er hinn mesti raunhyggjumaður. Hann hefur
megna skömm á allri hjátrú og hindurvitnum. Og lítill trúmaður er hann,
hafi ég lesið rétt, og finnur ]>vi fá haldbær rök að ódauðleika mannsins.
Þetta er þó sagt undir rós og svo fimlega dulið, að engu bragði verður
á hann komið. Það skal játað, að enda _þótt ég fallist á skoðanir höfundar,
kann ég ekki þessum látbragðsleik. Ég hygg, að dr. Matthías hefði lagt
j>yngra lóð á vogarskál raunsærrar mannúðar og menningar, ef hann
hefði ráðizt í að vera einlægari og persónulegri. Engu að síður er fram-
lag hans nokkurs virði.
Eins og allir vita, er dr. Matthias fljúgandi mælskur og hinn ritfær-
asti. Bók þessi nýtur þeirra kosta hans greinilega. Hún er á stundum rit-
uð af leiftrandi andagift. Stillinn er yfirleitt hressilegur og þróttmikill
og hvergi flatur. En líklega hefur höfundur ekki gætt þess nógu vel, að
hann var að skrifa fyrir almennan lesanda. Hugsun hans er stundum
býsna flókin og torveld til skilnings, t. d. eftirfarandi setning: „Mann-
gerðin er sérfirrt, hugsæilegt form, sem er að vísu leitt af samkennum
raunverulegra einstaklinga“ (bls. 37). Einsöku orð koma fyrir, sem nauð-
synlegt hefði verið að útskýra, svo sem sérfirrtur, feliskur, heimsfrakt.
Orðið fálmviss hef ég ekki heyrt áður. Stundum finnst mér mælskan
hlaupa með höfundinn í gönur og leiða til öfga. Vil ég tilfæra tvö dæmi:
„Ég hef horft á konu, glæsilega búna, taka í faðm sér slefandi, þvag-
blautan fávita dreng, henni óskyldan og láta vel að honum“ (bls. 15).
„Hrærivélin og isskápurinn, bifreiðin og samkvæmistizkan verða okkur
auðveldlega guðir, sem krefjast allrar tilbeiðslu okkar og lotningar og full-
nægja trúarþörf okkar svo gersamlega, að þegnrétturinn hinum megin
liggur okkur í léttu rúmi“ (bls. 66).
Að lokum má geta þess, að allur er frágangur bókarinnar hinn vand-
aðasti. Engar prentvillur gat ég fundið, og réttritun og greinarmerkja-
setning er hin nákvæmasta. Hins vegar saknaði ég formálans eða eftir-
málans, þar sem þess hefði verið getið, að meginefni bókarinnar hefur
birzt áður.
Sigurján Björnsson.
18