Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 116
114
Richard Beck
Skírnir
Vér ættum ekki að vera komnir hingað til þess að skjóta
oss undan skyldum vorum við þá þjóð, sem drottinn
hefir tengt oss við helgum og háleitum ætternisböndum.
Hver, sem gleymir ættjörðu sinni eða þykist yfir það
hafinn, að varðveita það af þjóðerni sínu, sem gott er
og guðdómlegt, af þeirri ástæðu. að hann er staddur í
framandi landi og leitar sér þar lífsviðurværis, það geng-
ur næst því að hann gleymi guði. Það er stutt stig og
fljótstigið frá þvi að kasta þjóðerni sínu til þess að kasta
feðratrú sinni.
Má óhætt segja, að séra Jón hafi hér fært í snilldarlegan
orðabúning kjarna þeirrar þjóðernislegu og þjóðræknislegu
trúarjátningar, sem verið hefir leiðarljós þeirra Islendinga
vestan hafs, karla og kvenna, sem mest og bezt hafa unnið
íslenzkum þjóðræknismálum þeim megin hafsins. Eins og
fleiri vitrum mönnum og heilskyggnum, skildist séra Jóni það
vel, að mjótt er milli þjóðrækni og trúrækni. Davíð Stefáns-
son frá Fagraskógi sló eftirminnilega á sama streng í fögrum
og áhrifamiklum FjallkonuljóSum sínum, er hann segir:
En sá, sem heitast ættjörð sinni ann,
mun einnig leita guðs — og nálgast hann.
Má um leið á það minna, að trúræknin og þjóðræknin, í
víðtækri merkingu þeirra orða, hafa, eins og ég lagði áherzlu
á í synoduserindi mínu 1954, með margvíslegum hætti fall-
ið i sama farveg í sögu og lífi Vestur-Islendinga almennt, og
þá um leið svipmerkt andlegt líf þeirra og menningarviðleitni
um annað fram.
En þar sem vér íslendingar báðum megin hafsins höfum í
ár, eins og vera ber, haldið hátíðlegt 50 ára afmæli Eirnskipa-
félags Islands, vil ég að nýju draga athygli lesenda minna
að merkisatriði i sambandi við stórbrotna og sögulega pré-
dikun séra Jóns Bjarnasonar á þjóðhátíðinni í Milvvaukee
2. ágúst 1874. Um það fer eftirmaður hans, séra Björn B.
Jónsson, þessum orðum í kaflanum Leiötoginn í Minningar-
riti því um dr. Jón, er Kirkjufélagið lúterska gaf út 1917:
Prédikun þessa lét hann prenta í Kaupmannahöfn og