Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 244
240
Einar Ólafur Sveinsson
Skírnir
y
ganga strik, sem líkjast stafnum ‘maður’ í yngra rúnaletri | , en að
jafnaði eru þó kvistirnir bogmyndaðir. Dæmi um þetta eru á bls. 90 hjá
Almgren. Hann hyggur, að kringlan merki sólina, en „greinarnar" út frá
henni menn, sem veita henni tilbeiðslu. Sumar „greinarnar" eru óreglu-
legar, og hyggur hann það lúta að einhverjum hreyfingum, dansi eða
þvílíku. Á myndinni a og b geti að líta konu. Hér eru prentaðar á mynda-
blaðinu, B, myndirnar a, d og e hjá Almgren.
Vafalaust er, að mikil helgi hefur verið yfir þessum myndum og mik-
ill máttur i þeim fólginn. Siðar meir mætti hugsa sér, að merking mynd-
arinnar hafi orðið óljós, en myndin sjálf, táknið, varðveitzt, og menn hafi
haldið áfram trú á það. Það festist í stíl, verður reglulegra, verður að
galdrastaf. Hugsanlegt væri að finna hann í galdrastöfum seinni alda.
Svo er og.
I Vitterhets-, historie- och antikvitetsakademien í Stokkhólmi er íslenzk
galdrabók, sem talin er frá lokum 16. aldar og upphafi liinnar 17., en gef-
in út af Nat. Lindqvist (En islandsk svartkonstbok, Uppsala 1921). 1
þeirri bók eru ýmsir merkilegir galdrar, einkum særingar og galdrastafir.
Aftur og aftur kemur fyrir stafur, sem likist kringlunni með m-rúnunum
í myndum Almgrens. Einkum má benda á bls. 28 nm. (sjá myndablaðið,
C), sbr. 54, 58, 64, 77, 57 nm. í galdrabókinni. Þá eru og ýmsir skyldir
galdrastafir birtir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (I 446), og má einkum
benda þar á síðari stafinn til að sjá þjóf, ennfremur ginni, angurgapa og
ægishjáhn (á myndablaðinu, D, eru prentaðir þrír þeirra, a stafur að. sjá
þjóf, b ægishjálmur, c ginnir). Um hinn síðastnefnda skal geta þess, að
nafn hans kemur nokkuð oft fyrir í galdrabókinni í Stokkhólmi, og er
auðsætt, að í honum hefur þótt vera geysilegur máttur, því að í særing-
um er stundum í stað hans talað um „þitt blessað bílæti“, það er að skilja,
nð Kristur á krossinum er settur í staðinn fyrir galdrastafinn.
17.
1 Umiviarssuk á Grænlandi fundust fyrir allmörgum árum nokkrar
rúnaristur. Ein þeirra var ó lítilli tréspýtu, 10 cm langri, og var hún sem
fiskur í lögun.1) Samkvæmt lestri Eriks Moltke standa þessir stafir öðru-
megin ó spýtunni:
(m) aria mþmorþatuuþbittisuoauo
en hinumegin:
(i) konmikismoiaii
Auðsætt er, að fyrsta orðið er María, en það sem þar fer á eftir, telur
Moltke vera marklaust rugl.
Svo bar einu sinni við, að ég var að lesa í sálmum Daviðs í Vúlgötu
(latnesku biblíunni). Urðu þá fyrir mér þessi orð í 118. sálmi, 49. versi:
!) Sjá um rúnaristuna Erik Moltke, Meddelelser om Gronland 88, nr. 2,
1936, bls. 231 o. áfr. og myndablað VI, 22 o. áfr.; Ólafur Lárusson og
Magnus Olsen, M. o. m. 1951, 34 o. ófr.