Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 262
258
Ritfregnir
Skímir
minnsta kosti um knattspyrnukappleik milli landa, en þaS orð fyrirfinnst
ekki í bókinni, eins og áður getur.
Liðhlaup(ar)i er sagt merkja „flóttamaður úr her“, en merkir „stroku-
maður úr her“.
Sálufélag er þýtt „félagsskapur sálna“. Það væri nógu skemmtilegt að
komast í þess konar félagsskap. Orðið merkir „andlegt samneyti".
Liberalismi er skýrt svo: „frjálslynd viðskiptastefna, sú kenning, að
efla beri sem mest frjáls viðskipti landa á milli“. Þetta má til sanns veg-
ar færa, en gleymzt hefir, að orðið er miklu meira notað á Islandi um
stjórnmálastefnu en viðskiptastefnu. Annars tel ég orðið óþarft í bók af
þessu tæi, eins og áður er fram tekið.
Rakastig erþýtt„magn raka í lofti“ og þannig ekki greint frá rakamagrá.
Einkennileg ónákvæmni er það, þegar ekki er visað milli samræðra
orða. Þannig er basi skilgreint á sínum stað og lútur á sínum. Skýringar
eru ólíkar, en vel mega þær báðar vera réttar. Ég ber ekki skyn á það.
En þess er ekki getið, að lútur er nýyrði til þess að tákna basa. I einu
heimildarriti orðabókarinnar (Nýyrðum I) er þetta þó skýrt fram tekið.
Áður hefir nokkuð verið á það drepið, að sumar merkingar orða hafi
Orðið út undan. Nú skal frekara vikið að þvi, að sérmerkingar sumra orða
eru ekki tilgreindar:
Klak er ekki greint í merkingunni „útungun". Sú merking kemur þó
fyrir í orðabókinni í samsetta orðinu kldkhvöt.
Kontór er skýrt með orðinu „skrifstofa11, en sérmerkingarinnar „sýslu-
mannsskrifstofa" að engu getið.
Kringing er ekki sérstaklega tilgreind í hljóðfræðilegri merkingu.
Líking er á sama hátt ekki greind í stærðfræðilegri merkingu („jafna").
LeiSilegur er ekki sagt merkja „leiðinlegur", og er þessi framburðarmynd
orðsins leiSinlegur þó algeng í daglegu tali.
BorSi er ekki greint sérstaklega um ritvélarborða (-band).
Falur er ekki tilgreint í raftæknilegri merkingu, og svo mætti lengi telja.
Sumar þeirra skýringa, sem ég hefi áður tilfært, mættu vera skemmti-
legar orðaðar, en hvað finnst mönnum um þær, sem nú koma?:
afturbatapíka „stúlka, sem hefur eignazt harn, en fólk er farið að
gleyma því“,
rembingskoss „rækilegur koss“.
lesgrein er m. a. þýtt „kjaftafag“. Hér er sem oftar engu skeytt, hvort
orð hefir niðrandi merkingu eða ekki, hvort orð er slanguryrði eða viður-
kennt ritmál. Um þetta verður siðar betur rætt.
Ef menn vilja fræðast um stillegt gildi orða í OM, geta þeir eins far-
ið í geitarhús að leita sér ullar.
Þá kem ég að ýmsum formsatriSum. Um sumt af því má deila, en
vart verður um það þráttað, að ósamkvæmni fer illa í orðabók.
Um fyrsta atriðið, sem ég ræði, skal fram tekið, að ég hygg, að þar