Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 91
Skírnir
Ætt Ivars hólms hirðstjóra Vigfússonar
89
Leiti maður að öðrum Guðmundi, sem líklegt væri, að væri
faðir þessara Guðmundarbarna, verður fyrir manni
GuSmundur Ivarsson.
Hans er fyrst getið í skjölum í gerningi gerðum við Sam-
komugerði í Eyjafirði 17. júní 1460, er Magnús bóndi Bene-
diktsson lúkti Benedikt syni sínum í arf eftir móður hans til-
greindar jarðir. Bréfið um gerninginn undirritar hann í
Möðrufelli í Eyjafirði 26. s. m.1)
14. maí 1464, á Möðruvöllum í Eyjafirði, er Guðmundur
fvarsson vottur að því, að Jón bóndi Ólason hafði jarðaskipti
við Munkaþverárklaustur.2)
29. marz 1475, á Reynivöllum í Kjós, samþykkti Guðrún
Jónsdóttir, kona Guðmundar fvarssonar, að Guðmundur skyldi
selja hústrú Margréti Vigfúsdóttur jörðina öndverðarnes fyr-
ir 40 hundraða jörð og „þar til penninga sem til kemur“.3)
Hér er vitanlega um að ræða Öndverðarnes í Grímsnesi,
sem var 50 hundraða jörð a. f. m., en önnur öndverðarnes
koma ekki til mála.
15. maí 1475 votta það Guðmundur ívarsson og Egill Jóns-
son á Gufunesi við Sund, að hústrú Margrét Vigfúsdóttir
byggði Hermanni Lafranzsyni jarðir í Noregi.4)
Guðmundur ívarsson er transskriftarvottur á Miklabæ í
Blönduhlíð 13. og 14. júní 1480, og loks er hann einn hinna
átta leikmanna, sem ásamt 5 prestum i Viðey 23. ágúst 1480
gefa Þorleifi Björnssyni vitnisburðar- og styrktarbréf, er hann
er að leggja af stað utan.5) Meðal leikmannanna voru Mar-
grét Vigfúsdóttir og Páll Brandsson og Erlendur Erlendsson,
tengdasynir hennar.
öndverðarnes í Grímsnesi er, þegar þess er næst getið í
skjölum, heimili Péturs lögréttumanns Sveinssonar, sem
kvæntur var Valgerði Guðmundsdóttur, systur þeirra Guð-
mundssona, sem fyrr er getið. Að visu segir síra Jón Egils-
!) D.I. V, 212—213.
2) D.I. V, 419.
3) D.I. V, 779.
4) D.I. V, 783.
s) D.I. VI, 264—265 og 292.