Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 128
126
Richard Beck
Skírnir
Óþarft er fyrir mig að fjölyrða um það, hve mikill og merk-
ur þáttur ársþing Þjóðræknisfélagsins — þjóðræknisþingin —
og fræðslu- og skemmtisamkomurnar í sambandi við þau eru
orðin í starfi og 45 ára sögu Þjóðræknisfélagsins, og myndi
félagslif vort fslendinga vestan hafs hafa verið og vera stór-
um snauðara og litbrigðaminna, ef þeirra hefði ekki notið við.
Er það sagt með fullri viðurkenningu á hlutdeild þeirra fé-
laga, deildarinnar Fróns og The Icelandic Canadian Club,
sem þar koma mest við sögu, auk Þjóðræknisfélagsins sjálfs.
Þykir mér vænt um að geta bætt því við, að þjóðræknisþing-
in undanfarin ár hafa yfirleitt verið vel sótt, og samkom-
urnar í sambandi við þingin prýðilega, og tekur það einnig,
og ekki sízt, til þingsins í vetur.
Þjóðræknisfélagið hefir brúað hafið með mörgum hætti.
Það hefir staðið að heimferðum fslendinga austur yfir álana
og átt hlut að heimsóknum fjölmargra merkismanna og
kvenna, menntamanna og listafólks, heiman af ættjörðinni,
sem hafa, eins og ég komst að orði í afmælisgrein minni um
félagið 25 ára: „stórum styrkt oss í starfi, glætt oss áhuga-
eld og aukið oss trú á gildi vors íslenzka menningararfs11.
Þykir mér ástæða til að nefna sérstaklega heimsókn séra
Kjartans Helgasonar, rétt eftir að félagið var stofnað, komu
og viðtækar ferðir Jónasar Jónssonar ráðherra um íslendinga-
byggðir sumarið og haustið 1938, komu dr. Sigurgeirs Sig-
urðssonar biskups sem fulltrúa ríkisstjórnarinnar íslenzku á
25 ára afmæli félagsins, og sannarlega ekki sízt hina sögu-
legu og um allt ógleymanlegu heimsókn forsetahjóna Islands,
herra Ásgeirs Ásgeirssonar og frú Dóru Þórhallsdóttur vest-
ur um haf haustið 1961. „Hitt er alkunnugt“, eins og ég
komst að orði í grein minni um 45 ára afmæli Þjóðræknis-
félagsins í Tímariti þess í vetur, „hver sigurför, og um leið
sómi Islendingum, heimsókn forsetahjónanna var, og hve
sterk stoð var með henni hlaðin undir brúna milli íslend-
inga yfir hafið“.
Sérstaklega minnisstæðar verða oss íslendingum einnig, frá
síðari árum, hljómleikar Karlakórs Reykjavíkur á vegum
Þjóðræknisfélagsins tvisvar á því tímabili, og gegnir hið sama