Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 40
38
Sigfús Haukur Andrésson
Skírnir
kunnugt var orðið um áðurnefnda 800 ríkisdala hjálp til Þing-
eyjar- og Norður-Múlasýslu.
Stiftamtmaður lét þá skoðun í ljós í bréfi til Jacobæusar
Keflavíkurkaupmanns 5. júlí 1803, að þau 2000 ríkisdala
verðlaun, sem Ludvigsen höfðu verið veitt fyrir flutninginn
á ofangreindu korni til landsins, hefðu í rauninni farið al-
gerlega til ónýtis. Stafaði það ekki einungis af því, hversu
dýrt kornið var, heldur og af þvi, að Jacobæus lét flytja meg-
inhluta þess til Keflavíkur, en þannig taldi Ölafur, að það
kæmi að miklu minni notum en ef það væri selt i Reykja-
vík, þar sem fleiri gátu náð til þess. Hann kvaðst líka hafa
tekið það fram við Jacobæus, að það korn, sem hann vildi
fá til úthlutunar, ætti að afhenda í Reykjavík, enda gætu
fátæklingar alls ekki sótt það til Keflavíkur. Krafðist stift-
amtmaður því að fá að minnsta kosti 100 tunnur afhentar í
Reykjavík og skyldu þær verða borgaðar út í hönd.30
Þótt full þörf kunni að hafa verið fyrir þessar kornvörur
í Keflavík, er ekki ólíklegt, að þær hafi sumpart verið fluttar
þangað vegna þess, að afli hafi glæðzt þar fyrr um vorið
heldur en í Reykjavík og nágrenni. Meiri hagnaðar var nefni-
lega að vænta af því að selja þær í skiptum fyrir fisk heldur
en til dæmis fyrir peninga. Á þeim stöðum, þar sem vænta
mátti samkeppni lausakaupmanna á sumrin, var það líka
veigamikið atriði fyrir fastakaupmenn að ná eins miklum
fiski og framast var hægt, áður en keppinautarnir kæmu til
skjalanna og byðu landsmönnum ef til vill upp á hagstæð-
ari viðskipti. Átti það ekki sízt við á þeim árum, er lítið afl-
aðist og mikil samkeppni var um fiskinn.
Þeir aukafarmar, sem stjórnin gekkst fyrir, að Siincken-
berg og Ludvigsen sendu til Islands, urðu þannig greinilega
að minna gagni en búizt hafði verið við. Sama er auðvitað
að segja um fjárupphæðirnar, sem lagðar voru fram þeim
til styrktar og til kornvörukaupa hancla bágstöddum, enda
verður ekki betur séð en fyrrnefndir kaupmenn hafi reynt
að hagnast eins vel á þessu og auðið var. Vafalaust varð þetta
þó þurfandi mönnum að nokkru gagni, og það viðurkenndu