Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 178
176
Þorsteinn Þorsteinsson
Skímir
Við 2. skrá er dálítill viðauki (bls. 211) um kvennanöfn,
sem mynduð eru með endingu a af fleirstofna norrænum
karlmannsnöfnum. Þetta er mjög algeng nafnmyndunarregla.
1 þessum viðauka eru þó aðeins fá nöfn, og stafar það af því,
að af ýmsum einliða karlmannsnöfnum eru mynduð hlið-
stæð kvennanöfn á þennan hátt, svo sem Gríma, Halla,
Þóra o. fl, sem talin eru í 1. skrá, og verða þau viðliður í
fjölda nafna, sem hliðstæð eru karlanöfnum með samsvarandi
viðlið. En þau nöfn eru talin í 2. skrá.
3. skrá (bls. 219) er í sama sniði sem 2. skrá, en hér eru
talin þau fleirstofna nöfn, þar sem annar liðurinn er nor-
rænn, en hinn ekki. Þar sem annar liðurinn á rót sína að
rekja til tökuorða úr öðrum málum, þá eru þessi nöfn aðeins
að hálfu leyti norræn. Hins vegar verður varla sagt, að þau
séu aðeins hálfíslenzk, þar sem þau eru til orðin hér á landi
og flest tökuorðin, sem notuð eru við myndun þeirra, hafa
öðlazt þegnrétt í íslenzku máli við margra alda notkun. Það
eru heldur ekki mjög margir tökuorðstofnar, sem notaðir
hafa verið á þennan hátt, né mörg nöfn af þeim mynduð.
Það hafa verið stofnarnir Jón, Krist og rós, sem notið hafa
langmestrar hylli að þessu leyti.
Aftan við þessa skrá er lítill viðauki með nokkrum nöfn-
um, sem mynduð hafa verið hérlendis með tökuorðum í báð-
um nafnliðum, en þau hafa náð litlum viðgangi og aðeins
verið borin af örfáum mönnum.
4. skrá (bls. 225) er yfirlit um kvennanöfn með ending-
unum ía, ína og sína skeyttum við norræn karlmannsnöfn.
Það má því segja, að þessi nafnaflokkur sé hálfnorrænn eins
og nöfnin í 3. skrá, þótt hann sé þeim mun síðri, sem end-
ingar þessar standa langt að baki rótgrónum tökuorðum, enda
ekki langt síðan nöfn þessi náðu hér fótfestu. 1 fyrstu mann-
talsskýrslunni koma þau alls ekki fyrir og 1855 kveður mjög
lítið að þeim. 1 tveim síðustu nafnaskýrslunum er aftur á
móti töluvert um þau, en flestöll eru þau mjög fátíð. f síð-
ustu nafnaskýrslunni (1921—50) er helmingur þessara nafna
með aðeins 1 nafnbera hvert og aðeins 4 þeirra hafa náð