Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 252
248
Ritfregnir
Skírnir
Ég hefi ekki trú á, að öll þessi orð hafi verið sniðgengin viljandi, held-
ur hendir allt til þess, að heildarsafnið, sem úr var moðað, hafi verið mjög
gloppótt. Á sumum sviðum virðist líka tilviljunarkennt, hvað komizt hefir
með af orðum. Ég hefi sérstaklega veitt því athygli um orð, sem varða
íþrótta- og skátahreyfinguna. Úr íþróttamáli hefir verið tekið talsvert af
orðum, en heita má, að leikfimi hafi orðið alveg út undan. Eftirtalin orð
þekkja þó allir strákar: arabastökk, handstaöa, hnakkastökk (öðru nafni
risstökk), kollstökk, kraftstökk, svifrá, svifstökk, tvíslá (f.), þjófastökk. Þá
má minna é, að orðin heslur, kista og hringir (mpl.) eru höfð um sér-
stök fimleikatæki og orðin kringla, kúla, sleggja og spjót um sérstök
íþróttaáhöld, en allar þessar merkingar vantar. Loks vantar nafnið á
sjélfu Iþróttasambandi Islands, en sumum sérsamböndum J>ess hefir aftur
verið gert hærra undir höfði, svo sem Golfsambandi íslands, og sundsam-
band hefir komizt á blað. Á hinn bóginn hefir orðið íþróttavöllur verið
tekið upp að óþörfu. Það var áður komið í gamla viðbætinum.
Samsetningar með forliðunum skáta- hefði ég viljað hafa miklu fleiri,
þótt ekki sé nauðsynlegt að þýða þær allar, t. d.: skáta/belti, -búningur,
-flauta, -foringi, -fundur, -hattur, -heit, -kofi, -kveSja, -leikur, -lilja, -lög,
-merki, -skáli, -skeiÖ (n.), -útilega, -varSeldur. Þá mé nefna samsetning-
arnar flokks-, sveitar-, deildar- og félags/foringi. Enn fremur eru sér-
merkingar í orðunum Ijósálfur og ylfingur, og þannig mætti lengi telja.
Því má ekki gleyma, að þessi orð — eins og íþróttaorðin — hafa mikla
útbreiðslu, svo að orðin framtungusérhljóS og raddbandalokhljóS J>ola þar
engan samjöfnuð, og er ég þó ekki að amast við þeim.
Nokkur íbúaheiti voru tekin upp í Bl. á sínum tíma og fáeinum bætt
við nú. Hér eru t. d. Ölsari og Sandari, Austurbœingur og Vesturbœingur,
en íbúaheitum hefir ekki verið safnað neitt sérstaklega, svo að mikið vant-
ar af þeim í orðabækur. Meðal þeirra eru þessi: Dalvíkingur, Kjósverji,
ÓlafsfirSingur, SauSkrœk(l)ingur, Vestlendingur, önfirSingur. Orðið hér-
aSsbúi er í Bl., en þar er ekki getið merkingarinnar ‘íbúi á Fljótsdals-
héraði’.
Þessi upptalning hér að framan, sem nær aðeins til úrvals þeirra orða,
sem ég sakna, gefur e. t. v. ofurlitla vísbendingu um, hve gifurlega orða-
forði tungunnar hefir vaxið síðustu áratugi og hve skammt orðasöfnun
úr nútímamáli nær. Auðvitað geldur hinn nýi viðbætir þess, að orða-
söfnun Orðabókar Háskólans úr máli 20. aldar er enn tiltölulega skammt
á veg komin. Mér er það vel ljóst, að lengi má finna gloppur og það var
aldrei ætlazt til, að þetta safn yrði tæmandi, enda ósanngjarnt að gera
kröfu um slikt. En ég verð að játa, að mér finnst of auðvelt að finna
þær í þessu bindi, því að „tilgangurinn skyldi vera að safna algeng-
ustu orðum nútimamáls, sem væru ekki í orðabók Blöndals", eins og segir
í formálanum. Það er t. d. eftirtektarvert, hve mikið vantar af orðum, sem
hver maður notar daglega á heimili sinu. Það hefði ekki veitt af að taka
saman nýyrði úr máli húsmæðra.