Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 265
Skírnir Ritfregnir 261
ávallt vandi á höndum, hvar hann skal skipa Jieim. Þrír kostir koma lielzt
til greina:
1) Skipa má orðtökunum undir J)á merkingu stofnorðs J>ess, sem talin
er liggja til grundvallar orðtakinu. Mörg vafaatriði koma til greina við
slika röðun, með J>ví að skýringar orðtaka eru oft helherar getgátur, og
um uppruna sumra orðtaka eru meira að segja engar getgátur til.
2) Skipa mætti orðtökum undir J)á merkingu, sem frá sjónarhól nú-
tímamálvitundar á bezt við heildarmerkingu orðtaks, t. d. mætti segja,
að stál í orðtakinu stappa stálinu í merki „kjarkur“.
3) Skipa mætti öllum myndhverfum orðtökum og orðasamböndum í
óeiginlegri merkingu undir einn sérstakan lið hvers orðs án J>ess að til-
greina merkingu liðarins, heldur aðeins merkingar orðtakanna. Þessi að-
ferð er J>ægilegust bæði fyrir orðabókarhöfund og notanda bókar.
Mér virðast allar J>essar meginreglur vera notaðar á vixl í OM og
stundum engin J>eirra. Ég skal aðeins taka örfá dæmi um röðun orðtaka.
Undir band í OM er 3. merkingin „takmörkun, höft, skylda", og þar eru
tilgreind orðtökin vera á bandi e-s, festa e-ð á band og böndin berast að
e-m. Mér virðist Jietta algerlega út í bláinn. Miðað við samtimalega
merkingu orðtakanna heyra Jiau ekki undir tilgreindar merkingar og mið-
að við uppruna heyra orðtökin ekki saman. Annað dæmi er orðtakið ráða
lögum og lofum. Síðasta (9.) merking orðsins lag, í flt. lög, er sögð vera
„örlög“ og eina dæmið, sem tilfært er undir henni, er fyrr greint orðtak.
Það má vera, að í málmeðvitund sumra merki lög i J>essu orðtaki „örlög"
og J>ví sé hér hið samtímalega sjónarmið á ferðinni. Sama orðtak er til
greint undir lof í merkingunni „undanjiága frá lögum“. Þar er sem sé
upprunasjónarmiðið á ferðinni. 1 bók af J>essu tæi, hygg ég, að heppilegast
hefði verið að fylgja ]>riðju meginreglunni, sem ég drap á hér að framan.
Enn eitt atriði, sem varðar röðun, langar mig til að minnast á. Lýs-
ingarhættir J>átíðar af sögnum, sem fengið hafa hreina lýsingarorðsmerk-
ingu, eru — að minnsta kosti oft — aðeins tilgreindir undir sögninni,
en ekki sem sjálfstætt orð. Þetta sýnist mér verulegur galli. Málfræðingi
er vandalaust að láta sér detta í hug að fletta upp orðinu látinn í merk-
ingunni „dáinn“ undir sögninni láta, en venjulegum, ólærðum alþýðu-
manni, sem ekki hefir tiktúrur málfræðinga á hraðbergi, myndi vart
koma slíkt til hugar. Sama máli gegnir um lesinn, sem aðeins er tilgreint
undir lesa í merkingunni „fróður".
Um málfræðilegar auðkenningar og upplýsingar hefi ég ekki margt
að segja. Langsamlega flestar hafa mér virzt þær réttar. Nokkrar athuga-
semdir mætti þó gera:
Ábekja (víxil) er sagt vera í þt. ábakti og sagnbót ábakið. Þetta er
tekið eftir Blöndalsbók og má vel vera, að sú hafi verið ætlun nýyrða-
smiðsins, að þannig yrði beygt. En aldrei hefi ég heyrt þessa beygingu.
Alltaf er vixill nú sagður ábektur, en ekki ábakinn.