Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 175
Skimir Breytingar á nafnavali og nafnatíðni á Islandi 173
Einstofna nöfn hef ég kallað þau nöfn, sem eru aðeins einn
liður. annaðhvort með viðskeyttri endingu eða endingarlaus.
Ef til vill væri þó réttara að kalla þennan flokk nafna ein-
liða nöfn, því að ég hef tekið hér með nöfn eins og Guðni og
Þórður, sem runnin eru af tveim stofnum (Guðvini, Þór-
röður), er dregizt hafa saman í eitt atkvæði og eru því í
málvitund manna orðin einliða og jafnvel notuð þannig við
samsetningu nafna.
Þá ber líka að geta þess, að með einstofna nöfnum hef ég
tekið fjölda nafna með endingunni ar. Þar á meðal eru nokk-
ur gömul nöfn, svo sem Böðvar, Einar, Gunnar, Ivar o. fl.,
sem ekki eru einstofna, því að ar í þeim nöfnum ætla menn,
að upphaflega hafi verið harr, þ. e. hermaður [5] og því ann-
ar stofn, en ekki ending. Þetta er nú gleymt og hefur verið
það fyrir mörgum öldum. En hins vegar hefur þetta á síðari
tímum orðið mjög vinsæl ending, sem menn hafa skeytt við
ýmis konar stofnorð, og þótti þá ekki rétt að taka gömlu
nöfnin út úr og telja þau samsett nöfn, þar sem þau í mál-
vitund manna eru alveg í sama flokki sem yngri nöfnin.
Fleirstofna nöfn eru runnin af fleirum en einum stofni,
og eru þau yfirleitt tvíliða, þar sem hvor liður er eitt atkvæði
og hinn síðari ýmist með eða án endingar. Þó kemur fyrir,
að annarhvor liðurinn er aftur fleirstofna.
I 1. skrá hér á eftir (bls. 191) eru talin upp einstofna nöfn
af norrænni gerð. Er þeim skipt í flokka eftir endingum,
talin í stafrófsröð innan hvers flokks, og tilgreint, hve margir
báru hvert nafn í manntölunum 1703, 1855 og 1910 eða
hlutu það við skírn eða nafngjöf á árunum 1921—50. Þau
nöfn, sem aðeins koma fyrir í einum dálki og borin eru af
færri mönnum en 30, eru vegna rúmsparnaðar ekki talin
upp sérstaklega, heldur öll í einu lagi, en í athugasemd aftan
við skrána eru þau sundurliðuð og þess getið, hve margir
hafi borið hvert þeirra.
1 2. skrá (bls. 195) eru talin fleirstofna norræn nöfn, þar
sem báðir liðir eru norrænir. En þar er ekki hvert nafn nefnt
eins og í 1. skrá, heldur eru tilgreindir, hvorir í sínu lagi, for-
liðir og viðliðir nafnanna eftir stafrófsröð og þess getið, hve