Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 243
Skirnir
Samtiningur
239
(130. og 153. bls.) telur hann nafnið samt frekar vera dregið af norræna
orðinu ‘Hrafn’, en getur þess þó, að til sé í irsku nafnið ‘Raibne’.
Þegar þessi tvö nöfn standa þama hlið við hlið, fer ekki hjá, að manni
komi í hug nöfn úr þulunni um Arngrimssonu: þar koma einmitt fyrir
‘Barri, Reifnir’, (sjá Hyndluljóð 23, Hervarar saga HU; þau vantar í R).
1 stað þessara nafna eru önnur hjá Saxa hinum málspaka, og í Örvar-
Odds sögu eru nöfnin „Barri ok Tóki“. 1 Brávallaþulu, þar sem taldir eru
upp kappar Haralds hilditannar og Sigurðar hrings, er bæði hjá Saxa
(VIII, i) og í Sögubroti (8. kap.) nefndur Barri. (Auk þess hjá Saxa Bari;
203 af U-gerð Hervarar sögu ‘Bore’, sbr. Bári, dvergsheiti í Fjölsvinns-
málum.)
Fljótt á litið mætti þykja mjög liklegt, að nöfnin í írska kvæðinu væru
komin úr Arngrimssona-þulunni, en þó þarf að athuga nánar sögu orðs-
ins ‘Raibne’, hvort það er svo gamalt, að ætlandi væri, að þetta sé öfugt.
16.
Hér og hvar á klöppum Skandinaviu eru höggnar myndir, sem menn
telja vera frá bronzöld, þó að sumar kunni að vera eitthvað yngri. Þar
getur að líta menn við ýmiss konar athafnir, þar sjást margvíslegar skepn-
ur, skip, tré, vagnar og plógar með eykjum fyrir og loks alls konar tákn.
Allt er þetta mjög stílfært og frábrugðið dýramyndum frá steinöld, sem
yfirleitt eru stældar eftir náttúrunni. Þessar bronzaldarristur eru nefndar
á dönsku ‘helleristninger’ (og svipuðum orðum á öðrum skandinaviskum
málum); á íslenzku væru þær réttast nefndar klapparistur.
Mjög hefur mönnum verið hugleikið að fá vitneskju um, af hvaða rót-
um myndir þessar og tákn væru runnin, og hefur meir og meir rutt sér
til rúms sú skoðun, að það hafi allt saman trúarlega merkingu, sé ýmist
tákn þess, sem menn dýrkuðu, eða sýni trúarathafnir og helgisiðu. Er þá
liklegt, að hér sé ekki að ræða um gamanið eitt, heldur sé verk höggv-
andans og mynd hans gætt trúarlegum mætti.
Meðal þeirra, sem um klapparisturaar hafa skrifað, er sænski fræði-
maðurinn Oscar Almgren (sjá einkum bók hans Hallristningar och kult-
bruk, Stokkhólmi 1927). Hann rekur mörg minni ristnanna og ber þau
saman við hliðstæður hvaðanæva að. Plægingin er mynd af trúarathöfn,
slikt hið sama skipin, sem dregin hafa verið i skrúðgöngu (afspringur
þeirra eru skip í kjötkveðjuhátíð Suðurlandabúa); menn sjást berjast; þar
getur líka að líta eins konar „heilagt brúðkaup“ (hieros gamos) -— hvort-
tveggja voru þættir i helgileikjum; stundum getur að lita vagna, og er
oft á þeim kringla, sem mun merkja sólina, en stundum halda menn á
þvilikri kringlu; sumstaðar sjást stórar mannverur, sem mættu vera guðir.
Eitt af því, sem oft getur að líta, eru menn, sem rétta upp báða handleggi,
og kynni það að lúta að tilbeiðslu.
Hér skal benda á einkennilegt minni, sem kemur fyrir aftur og aftur.
Þar er í miðju kringlan, stundum stór, stundum minni, en út frá henni