Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 80
78
Einar Bjarnason
Skírnir
1 Lögmannsannál segir við árið 1405: „Brúðhlaup Þorleifs
Árnasonar og Kristínar Björnsdóttur í Viðey, gjört með mikl-
um koslnaði. Stóð fyrir veizlunni Vigfús bóndi ívarsson, hirð-
stjóri yfir allt lsland.“ Fyrr um árið hafði Björn Einarsson,
íaðir Kristínar, farið utan.
1 sama annál segir við árið 1408: „tJtkoma herra Jóns
biskups, er verið liafði ábóti að Munklífi í Björgvin. Söng
hann sína fyrstu messu in nativitate gloriose virginis heima
í Skálholti. Var þar sett hin sæmilegasta veizla. Stóð fyrir
veizlunni Vigfús bóndi Ivarsson, hirðstjóri yfir allt ísland.“ 1)
Á alþingi 1409 úrskurðar Oddur leppur lögmaður Þórðar-
son eftir beiðni Vigfúsar Ivarssonar hirðstjóra yfir öllu Islandi
um flutning á konungsgózi til Noregs. Nokkrum dögum sið-
ar, 7. júlí, gekk úrskurður Odds lögmanns í Þerney um kæru
Vigfúsar til Helga Björnssonar um „þann kóngspart, sem
hann hafði i Þorlákssúðinni og síra Björn Summarsþorp,
kórsbróðir að Kristskirkju í Björgvin, hafði honurn byggt ...“.
Var xirskurðað, að Helgi hefði ekki fengið fulla heimild fyrir
hluta sínum í skipinu, enda væri hér á landi kóngsgóz, sem
lægi undir skemmdum og þyrfti flutning á utan.2)
25. ágúst 1412 er Vigfús bóndi Ivarsson, hirðstjóri yfir öllu
Islandi, meðal transskriftarvotta á Eyvindarstöðum á Álftanesi.
Vigfús Ivarsson, hirðstjóri yfir öllu Islandi, er vottur að
því í Skálholti 21. júlí 1413, að Jón biskup staðfestir máldaga
Viðeyjarklausturs.3)
Enn segir í Ingmannsannál við árið 1413 um enskan kaup-
mann, sem hér hafði verzlað við misjafna ánægju manna:
„ .. . Sigldi hann burt aftur litlu síðar. Tók Vigfús Ivarsson
áður af honum trúnaðareiða, að hann skyldi hollur og trúr
landinu.“ Við árið 1415 segir í annálnum: „Þetta sumar lágu
6 skip í Hafnarfirði frá Englandi. Fór Vigfús bóndi Ivarsson
burt á því einu til Englands og hafði með sér eigi minna en
40 lesta skreiðar og mikið brennt silfur ...“'’)
J) Isl. Ann., 287 og 289.
2) D.I. III, 722 og 724.
3) D.I. III, 747—748 og 749—750.
4) Isl. Ann., 290 og 292.