Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 141
Skírnir Nokkrar spássíugreinar i pappirshandritum 139
Af mislestri Ásgeirs má geta sér til að t og c hafi í Cod. Ac.
verið svo likir stafir að hægt hafi verið að villast á þeim;
þess er þá að vænta að leggurinn á t hafi verið dreginn í boga
niður til hægri og hafi náð lítið sem ekki upp fyrir þver-
strikið. En c hefur ekki verið af þeirri gerð sem algengust var
í elztu handritum og líktist prentuðu c nú á dögum, heldur
hefur verið á því dálítið horn efst til vinstri, en þvílíkt c
segir Seip að fyrst verði algengt í íslenzkum handritum eftir
1250 (‘spissbuet c’).12)
Þar sem Árni hefur lesið ‘Elldu eiþ \>ar gcngr Naumsi’,
vantar í 332 orðin þar gengr, og er setningin þar óskiljanleg.
Texti Árna fær stuðning af 39, cn þar stendur: ‘Eldeeid, der
gaar Naumso’, og bendir til að Árni hafi lesið þessi orð á
skinnbókinni, en ekki bætt þeim inn af hyggjuviti sínu. Þetta
hefur staðið ofarlega á fyrstu blaðsíðu handritsins, eins og
það var þegar þeir Árni og Ásgeir höfðu það undir höndum,
en þá hafði týnzt framan af þvi, sennilega eitt blað, og er
eins líklegt að fremsta blaðsíðan hafi ekki verið óskemmd,
en Árna var vel trúandi til að geta lesið þetta, þótt það hefði
vafizt fyrir Ásgeiri. Undarlegt er þó, að Ásgeir hefur ekki
skilið eftir neina eyðu fyrir þessum orðum í 332, og er vit-
anlega hugsanlegt að hann hafi fellt þau niður fyrir gáleysi.
Setning sú sem þessi orð eru i, er prentuð þannig í útgáfu
Sigurðar Nordals: ‘Þar lét hann draga skip ór BeitstQð innan-
verðri ok norðr yfir Eldueið; þar ganga Naumudalir at norð-
an’. Orðin ‘þar ganga Naumudalir’ eru tekin eftir Flateyjar-
bók, en hún er hér ein til samanburðar. ‘Naumudalir’ er vil-
anlega villa; dalurinn er aðeins einn og er í öllum hinum
traustari heimildum nefndur Naumudalur (heitir nú Nam-
dalen), en fleirtölumyndin kemur fyrir í fáeinum ungum
sögum. Eldueið er milli fjarða þeirra sem nú eru nefndir
Beitstadfjorden og Lyngsfjorden, sem er syðri armur fjarðar
þess sem nú heitir Namsenfjorden eða Namsfjorden.
Þegar sagt er í Orkneyinga sögu að skip var dregið úr Beit-
stöð og norður yfir Eldueið, er eðlilegast að nefndur sé fjörð-
12) Palœografi ... af professor Didrik Arup Seip ... (Nordisk Kultur
XXVIII: B), bls. 90.