Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 256
252
Ritfregnir
Skírnir
orðið kalrunnur eitt sér, en í næstu línu koma kal/skemmd og -strá.
Þessi þrjú orð hefðu átt að mynda eina grein, samræmis vegna (rúms-
ins vegna er þetta aukaatriði).
Hins vegar er haldið sundurgreindum orðum, sem byrja á go'Sa-, eftir
því hvort um er að ræða ef. af góSi eða ef. ft. af goð, enn fremur orðum,
sem byrja á hor- ‘ófeiti’ og hor- ‘nefslím’ o. s. frv. Þetta finnst mér góð
regla, en hún hefir því miður verið brotin sums staðar. 1 grein, sem hefst
á orðinu laun/dys, koma síðast orðin launþegi, launþrœlkun o. fl., þar
sem laun- er af öðrum uppruna en i laundys. — Forliðurinn nagla- er
ýmist ef. af nagli eða ef. ft. af nögl, en því hefir ekki verið sinnt sem
skyldi (ekki heldur í Bl.). Bezt gæti ég trúað, að orðmyndin naglaklippur
ætti sök á þvi, en meðferðin á henni finnst mér ótæk, því að hér er um
tvö orð að ræða (homonymer), en ekki eitt orð með tveimur merkingum.
Þess vegna hefði átt að rjúfa greinina eftir nagla/haus og taka siðan sér
í línu: 1. naglaklippur og svo í nýrri línu: 2. naglaklippur, hefja síðan
nýja grein á orðinu nagla/lakk.
Illa kann ég við að skipa orðunum sannindakrafa og sárindavein undir
sann- og sár-, þar sem framhaldið verður -indakrafa og -indavein, en þetta
er auðvitað smekksatriði.
Prentvillur fann ég fáar og smávægilegar flestar; sumar er ekki ómaks-
ins vert að nefna. Undir líka og líkun hefir á misprentazt fyrir & í orð-
unum pásy og pásyning, og undir svalur stendur ked at det fyrir ked
af det. Annars hefi ég ekki fundið villur í uppflettiorðum, en ritstjór-
arnir hafa sjálfir bent mér á eina, sem er augljós og hættulaus: útslita-
gildi fyrir úrsli'tagildi á bls. 177. Láðst hefir að geta þess við orðið iþrótta-
mál, hvort þar er um et. eða ft. að ræða. Loks má líklega telja það með
prentvillum, að öggt (bls. 198) er kallað adv., en hlýtur að eiga að vera
adj.n. — Að endingu má geta þess, að hinn íslenzki titill bókarinnar
hefir breytzt vegna breytingar á stafsetningu úr Islensk-dönsk orSabók
í Islenzk-dönsk o. s. frv. nema á bókarkili. Þar stendur gylltu letri Is-
lensk-dönsk orSabók, eins og ekkert hefði í skorizt. Má segja, að vel fari
á því í bókahillu samræmis vegna!
Bókin er gefin út af myndarskap og smekkvísi. Letrið er skýrt og
fallegt og pappírinn góður.
Fár bregður hinu betra, ef hann veit hið verra. Ég hefi hér að fram-
an gert mér lítið far um að draga fram kosti þessarar bókar, en leitað
þeim mun betur að göllunum, enda eru þeir vandfundnari. Og allt það
smælki og þau umdeilanlegu atriði, sem nefnd hafa verið, hefðu ekki ver-
ið tíunduð svo rækilega, ef stærri drættir hefðu verið í boði. Enginn má
skilja orð min svo, að hér liggi fyrir fullnaðarleiðrétting á bókinni. Slíkt
hefir mér aldrei dottið i hug. Ég hefi aðeins gripið á því helzta, sem ég
hefi hnotið um við lestur hennar, en fátt af því eru beinar villur. Hygg
ég, að þær megi teljast fáar í svo stórri orðabók.
Það er enginn vafi á því, að þessi nýi viðbætir er verðugt framhald