Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 22
20
Sigfús Haukur Andrésson
Skírnir
hann falið honum að kaupa smjör í Danmörku og senda sér
til heimilisnota, hvað svo sem það kosti, þar eð smjör sé nú
ófáanlegt á Islandi.
1 framhaldi af bréfinu f7. júní segir stiftamtmaður þann
22. júlí, að sökum hafíssins, sem umlyki enn allan Norður-
landsfjórðung og mikið af Vesturlandsfjórðungi sé grasspretta
nú minni en í mannaminnum, og þann 19. þessa mánaðar
hafi orðið mikil snjókoma með frosti syðra. Kýr og ær segir
hann enn vera svo magrar, að fólk hafi mjög lítið gagn af
þeim, og afréttarlönd voru þá enn hulin ísi og snjó. Enn eitt
dæmi um árferðið var, að um veturinn og vorið hafði þús-
undir dauðra sjófugla rekið á land, farfuglar höfðu farizt
þúsundum saman, og þess hafði ekki orðið vart, að þeir hefðu
orpið þetta sumar.
Þær kornvörur, sem komið höfðu, það sem af var sumri,
voru þegar að mestu uppseldar og fjölda fólks vantaði mat-
vörur. Stiftamtmaður mæltist því til þess, að rentukammerið
útvegaði 4—500 tunnur af rúgi fyrir peninga úr Kollektu-
sjóði eða á annan hátt til hjálpar hinum fátækustu. Sjálfur
bauðst hann til að leggja fram peninga fyrir 100 tunnum
af þessum rúgi til að gefa þeim, sem voru of fátækir til að
geta keypt kornvörur eða annað sér til lífsviðurværis. Auk
þess myndi hann hjálpa þeim um íslenzkar matvörur. Rúg-
urinn, óskaði hann, að yrði sendur með póstskipinu þá um
haustið og brottför þess frá Höfn flýtt, svo sem verða mætti,
þar eð áríðandi væri, að hjálpin bærist sem fyrst.10
Stiftamtmaður hafði fyrirskipað sýslumönnum í suður- og
vesturamti að gera áreiðanlegar skýrslur um búfjárfellinn i
sýslum sínum tvö undanfarin ár. Er hann skrifaði rentu-
kammerinu 20. ágúst 1802, hafði hann fengið skýrslur um
þetta úr Árnes- og Rangárvallasýslum, og var niðurstaðan
sú, að í þessum tveimur sýslum hefðu menn misst 728 kýr,
2933 hesta og 39841 kind eða y12 nautgripanna, % hestanna
og y2 sauðfjárins. Þetta tjón taldi stiftamtmaður nema einni
tunnu gulls, þ. e. 100.000 ríkisdölum, og gífurlegt myndi því
það tjón vera, sem allt landið hefði beðið á þessum árum.
Hann óttaðist þess vegna, að næsta ár yrði að gera skrá yfir