Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 166
164
Alexander Jóhannesson
Skírnir
en þar sem merkingin er að „muldra. gefa hljóð frá sér“, er
um frammælt n að ræða.
1958 kom út eftir mig: How did homo sapiens express the
idea of flat? Fylgirit Árbókar Háskóla Islands 1957—1958,
Rvík, 64 bls. Hér er skýring á orðunum lat. tel-lus „jörð“,
grísku Ual.a66a, og öðrum orðum, er öll tákna „að vera flatur“
(draga lárétta línu aftur í góm frá tönnum eða vörum): ten-
(þenja), grísku téq-liu „endir, takmark“, ísl. tel-ja, lat. sal-
táre „hlaupa, stökkva“, sel- „skríða“ (í sel-ur o.s.frv.) eða per-
„fjarri“, gr. jtsoúo), lat. portö, ísl. fara, pel- í lat. planus „flat-
ur“, palma „lófi“, hebr. tu-n „komast í mark“, sr-c útrétt-
ur“, phr-s „útrétta", frumkínv. ts’ian „flatur“, dior- „dreifa“,
b’ian „fjöl undir líki“, polyn. para-rari „gera flatan“, pora
„með flatt þak“, tyrkn. tm „komast að marki“, til „tunga“
(hin flata í munnum), grænl. tin-e „fjara, lágur sjór“, tun-o
„handarbak“. Eru þessar rætur samtals 153 í 6 tungumála-
flokkum. Hér verður að hafa í huga, að r og 1 eru mynduð
aftur í munni (r2, l2, líkt og n2).
Loks gaf ég út 1960 bókina Uppruni mannlegs máls, Rvík
189 bls. (Hið íslenzka bókmenntafélag), og kom út ensk þýð-
ing á henni, nokkuð stytt, undir titlinum The third stage
in the creation of human language, Reykjavík og Oxford 1963
(sem hefir sama titil á ensku og ég nefndi fyrirlestur minn,
er ég flutti á alþjóðaþingi málfræðinga í London 1951, í við-
urvist fjölmargra málfræðinga). 1 þessu síðastnefnda riti
mínu eru innifaldar skoðanir mínar um uppruna tungu-
mála, er ég hefi komizt að niðurstöðu um. En á þessum ár-
um kom einnig út höfuðrit mitt, Islándisches etymologisches
Wörterbuch, Bern, Francke 1956, 1406 bls. Auk þess hefi ég
samið 5 greinar, er komu út á ensku í „Nature“, hinu merka
vísindariti Breta.1) Þá komu einnig út greinar í Times, Lite-
rary Supplement, eftir Sir Richard Paget, er skýrði og ítar-
Gesture origin of the Indoeuropean languages. Nature 153, 171
(1944). Gesture origin of the Semitic languages. Nature 154, 466 (1944).
Origin of language. Nature 157, 847 (1946). Origin of language. Nalure
162, 902 (1948). The gestural origin of language, evidence from six “un-
related” languages. Nature 166, 60 (1950).