Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 278
274 Ritfregnir Skírnir
Símon Jóh. Ágústsson: Um ættleiSingu. — Almenna Bókafélagið.
Reykjavik 1964. 178 bls.
Eins og nafnið bendir til, er þessi bók próf. Símonar um ættleiðingu.
Höfundur gerir efninu mjög rækileg skil. Hann byrjar á rannsókn ís-
lenzkra ættleiðinga og ræðir síðan hina sálfræðilegu og félagsfræðilegu
hlið málsins. Bókin greinist í 10 kafla, og auk þess eru í viðbæti prentuð
ýmis lög, reglugerðir og samþykktir um ættleiðingar.
Megnið af fyrsta kaflanum skýrir frá niðurstöðum rannsóknar, sem
gerð hefur verið á islenzkum ættleiðingum. Þar er tekin athugun Ár-
manns prófessors Snævars á ættleiðingarleyfum frá 1952-1958, alls 500
ættleiðingarleyfi. Prófessor Simon hefur síðan haldið þessari rannsókn
áfram og athugað 388 ættleiðingarleyfi frá 1959-1962. Nær athugun
þeirra beggja yfir rúman helming allra þeirra ættleiðingarleyfa, sem veitt
hafa verið „siðan stjórnvaldið fluttist inn í landið".
Tölulegar niðurstöður þeirra prófessoranna leiða að sjálfsögðu ýmislegt
athyglisvert í ljós. Þar sést, eins og búast mátti við, að ættleiðingum fer
mjög fjölgandi. Á árunum 1959-62 voru veitt 97 leyfi til jafnaðar á ári,
en alls er talið, að um 1648 menn hafi verið ættleiddir hér á landi siðan
1904. Sjáanlegt er þvi, að ættleiðingar eru orðnar svo tíðar, að fullkom-
lega tímabært er að athuga, hvernig þær fara úr hendi.
Ættleiðendur eru langoftast hjón (56,2%) og stjúpfeður (41%). Stjúp-
feðraættleiðingar eru hér mjög tíðar, og hefur höfundur nokkrar áhyggj-
ur af því. Telur hann þær oft og tíðum óþarfar og oft meiri aðgæzlu
þörf en raun er á.
Nokkuð mun það hafa háð rannsókninni, hversu skýrslugerð Dóms-
málaráðuneytisins um ættleiðingar virðist vera ábótavant. Eftirfarandi
tilvitnanir sýna það glögglega: „1 25 tilvikum eða í 29,4% varð ekki ráð-
ið af gögnum með vissu, hverjar ástæður lágu til þess, að skilgetnu barni
var ráðstafað til ættleiðingar" ... „Loks varð ekki alltaf séð, hvort það
foreldri, sem samþykkti ættleiðingarbeiðnina, var skilið eða maki þess
látinn" ... „ ... mun því ekki ávallt að treysta, að skyldleika kjörfor-
eldra við barnið sé getið í umsókninni" ....... í 3 tilvikum varð ekki
ráðið af gögnum, hvort hún [o: móðirin] var skilin eða ekkja“ . . . „Ekki
varð ráðið af gögnum til neinnar hlítar, hverjir kjörforeldrar éttu börn
fyrir og hverjir ekki“ ... „Ekki varð heldur ráðið . .. á hvaða aldri ætt-
leiðendur eru, þegar þeir taka kjörbarn". Rannsóknin veitir heldur enga
vitneskju um atvinnu eða heimilisástæður kjörforeldra. Getur það varla
stafað af öðru en því, að ekki hafa verið til gögn.
Það varð mér nokkurt undrunarefni að komast hér að raun um, að
svo mjög skuli hafa verið kastað höndum til þessa veigamikla máls. Er
vonandi, að Dómsmálaráðuneytið sjái sér fært að bæta úr því hið bráðasta.
Ein spurning sækir fast á hugann við lestur þessa kafla: Hvernig
hafa þessar ættleiðingar heppnazt? Höfundur gerir enga tilraun til þess
að svara þeirri spurningu. Ekki er þó unnt að áfellast hann fyrir það,