Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 269
Skirnir Ritfregnir 265
vil ég sem dæmi nefna kaflann um goðlausa menn. Síðan van Hamel
skrifaði ritgerð sina um Öðin í trénu (Acta philologica scandinavica 1932),
hefur það verið almenn skoðun meðal goðfræðinga, að þeir menn, sem
trúðu á mátt sinn og megin, hafi ekki verið neinir vantrúarmenn, heldur
trúað á hulin öfl, sem hjuggu í þeim sjálfum. Tui'ville-Petre neitar ekki,
að þetta geti átt sér stað í einhverjum tilvikum, en þó alls ekki með þeim
hætti, að þessir menn hafi trúað á einhvers konar guðdóm í sjálfum sér.
Siðan tilfærir hann nokkrar frásagnir úr fomsögum um goðlausa menn
og sýnir fram á, að þeir hafi annaðhvort lent utan garðs í þjóðfélaginu
eða víða farið og margt séð og þess vegna losnað úr viðjum þeirra kenn-
inga, sem i bernsku var haldið að þeim í ættlandi þeirra. Þeir höfðu þvi
ekkert að treysta á annað en sjálfa sig. Að lokum minnist höfundur á
Hávamál. 1 þeim gætir víðast hvar engrar goðatrúar, enda þótt ljóðaflokk-
urinn í heild sé kenndur við Óðin. Heldur eru Hávamál lifsspeki þeirra
manna, sem orðnir eru rótlausir í þjóðfélaginu og eru búnir að hafna
skoðunum feðra sinna. En höfundur segir, að það sé samt ekki alveg út
í bláinn, að þessar siðareglur vom eignaðar Óðni, því að trúin á hann
hafi að ýmsu leyti brotið í bág við arfgenga siðaskoðun forfeðranna.
Ekki er rúm til að ræða nánar einstök atriði úr bók Turville-Petres.
En margir kostir bókarinnnar era enn ótaldir. Eitt er það, að hann gerir
miklu nánari grein fyrir guðsdýrkun Ásatrúarmanna á Bretlandseyjum
en títt er í handbókum um norræna goðatrú. Enn fremur dregur hann
upp ýmsar hliðstæður úr goðsagnaheimi Kelta. En hvorttveggja varpar
nýju ljósi á goðatrú noiTænna manna.
Að lokum vil ég taka fram, að höfundi hefur tekizt mætavel að skapa
heilsteypt verk úr þeim sundurlausa efniviði, sem það er byggt úr, og
frásögn hans öll er skýr og skemmtileg.
Ölafur Briem.
Bibliography of Old Norse-Icelandic Studies. (Ritstjórn önnuðust
Hans Becker-Nielsen og Thorkild Damsgaard Olsen). Munksgaard. Kaup-
mannahöfn 1964.
Hin nýja danska ritskrá um norsk-íslenzk miðaldafræði er hið nyt-
samlegasta kver öllum þeim, sem fást við slíka hluti. Hér er á einn stað
saman komin skrá yfir hið helzta, sem birtist á árinu 1963 um sögu,
tungu og bókmenntir Norðmanna og Islendinga á miðöldum. Útgefendur
taka það fram, að hér sé ekki um tæmandi ritskrá að ræða, enda væri
lítill akkur i, að allt yrði tínt til. Þó hef ég rekizt á gloppur í skránni.
Bók mín um Hrafnkels sögu og Freysgyðlinga hefur af einhverjum ástæð-
um ekki fengið að fljóta með, en hún kom út árið 1963, þótt ártalið 1962
standi á titilblaði.
Tilhögun og niðuiTÖðun er öll hin gleggsta í skránni. Höfundum og
fornum ritaheitum er raðað i stafrófsröð og vitnað á milli, þar sem nauð-
synlegt er; og að bókarlokum eru svo lyklar um rit og efni. Skráin er