Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 101
Skírnir
Ætt ívars hólms hirðstjóra Vigfússonar
99
um og 50 hundruð í virðingargózi. Eiríkur Loftsson, bróðir
Þorvarðs, samþjrkkti þetta kjör.1)
Skiptabréf eftir Þorvarð var gert á Möðruvöllum 6. maí
1446. Fé það, er til skipta kom, reiknaðist eftir því sem í
skiptabréfinu segir, í jörðum 20 hundruð hundraða og 59
hundruðum betur, en í öðru fé um 15 hundruð hundraða.2)
Pétur Pétursson hirðmaður Kristófers konungs hefur talið
sig eiga jarðirnar Vatnsenda, Jökul, IJalldórsstaði, Tjarnir,
tJlfá, Brekku, Nes, Bragholt og Bakka norðanlands, en þær
jarðir flestar eru taldar í skiptabréfi eftir Þorvarð. Hann hef-
ur fengið bréf hjá konungi, sem skipar Margréti Vigfúsdóttur
að leggja jarðir þessar undir dóm. Bréf þetta er gefið út í
Kaupmannahöfn 10. ágúst 1447.3)
Gottskálk biskup Keniksson skrifar Margréti um Pétur Pét-
ursson, meistara, og Guðnýju konu lians, og það mun vera
hinn sami Pétur, sem vildi ná jörðunum af Margréti. Biskup
biður Margréti að vera Guðnýju innan handar, meðan Pétur
var utan.4)
1 Skarðsárannál segir við árið 1460: „Hélt hústrú Margrét
Vigfúsdóttir (hirðstjóra) á Möðruvöllum brúðkaup þriggja
dætra sinna í einu. Giftist Guðríður Þorvarðsdóttir Erlendi
Erlendssyni frá Kolbeinsstöðum, en Ingibjörg Páli frá Hofi,
Ragnhildur Bjarna Marteinssyni frá Ketilsstöðum. Fundust
allir hjá Miklagarði laugardaginn fyrir. Varð það mektugt
hóf og fjölmennt.“
Dr. Hannes Þorsteinsson segir í athugasemd neðanmáls við
þessa annálsgrein, að giftingarnar muni ekki hafa farið fram
fyrr en sumarið 1463, með því að systurnar virðist allar vera
ógiftar vorið 1463, þegar þær eru staddar allar á Möðruvöll-
um í Eyjafirði og gefa móður sina kvitta um umboð yfir fé
þeirra síðastliðna 12 mánuði og veita henni áfram umboðið
næstu 12 mánuði. Bréfið, sem ekki er skiptabréf eins og fyr-
irsögnin gefur til kynna, heldur kvittunarbréf og umboðs-
1) D.I. IV, 677.
2) S. st., 677—679.
3) S. st., 705—706.
*) S. st., 738.