Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 32
30
Sigfús Haukur Andrésson
Skírnir
af stað frá Höfn fyrr en um miðjan október, enda náði það
ekki til Reykjavíkur fyrr en um vorið.
Jafnframt því sem þessi farmur var sendur af stað, var
stiftamtmanni skrifað, að hann mætti enn verja allt að 1000
ríkisdölum til kornkaupa handa fátækum. Var gert ráð fyrir,
að þurfandi menn í norður- og austuramti nytu líka góðs af
þessari hjálp, ef þeir gætu náð til hennar, og stiftamtmaður
beðinn að hafa samráð við Stefán Þórarinsson um möguleika
á því. Þessar upphæðir voru, eins og hinar fyrri, lagðar fram
úr Kollektusjóði.22
Rentukammerinu hlýtur þó að hafa verið ljóst, að lítil von
var um, að þessi hjálp gæti orðið norður- og austuramtinu
að nokkru gagni. Sama var raunar að segja um Stranda-
menn og aðra íbúa Vestfjarðakjálkans sem og um Skaftfell-
inga, að ekki gátu þeir sótt vörur til Reykjavíkur, þótt hægt
væri hins vegar að úthluta peningum til þurfandi manna þar,
er vörur voru fáanlegar á næstu verzlunarstöðum. Allra sízt
var þó við því að búast, að hinar verst settu sveitir í Þing-
eyjarsýslu og Norður-Múlasýslu væru í nokkru bættari við
þessar aðgerðir. Bréf amtmanns og hlutaðeigandi sýslumanna
báru líka órækt vitni um það, að ástandið var mjög uggvæn-
legt á þessum slóðum og mannfellir óumflýjanlegur án veru-
legrar hjálpar. Að tillögu kammersins var því loks ákveðið
með konungsúrskurði þann 17. júní 1803 að leggja fram 800
ríkisdala gjöf úr konungssjóði til fyrrnefndra sveita, og skyldi
þessu fé varið til kornvörukaupa í verzlununum handa þeim,
sem liðu mestan skort.23
Ekki þótti ráðlegt að úthluta gjafapeningunum beint til
hins þurfandi fólks, því að vera mætti, að einhverjir tækju
upp á því að kaupa eitthvað annað fyrir þá en matvörur,
eins og til var ætlazt, jafnvel tóbak og brennivín. Reyndar
var það heldur óliklegt, eins og á stóð. En til vonar og vara
var úthlutuninni hagað þannig í aðalatriðum, að stiftamt-
maður og amtmenn létu sýslumenn athuga með aðstoð presta
og hreppstjóra, hverjir væru langverst settir. Fengu menn
svo seðla um, að þeir mættu kaupa rúg eða mjöl fyrir ákveðna
upphæð hjá tilteknum kaupmanni. Síðan borgaði hlutaðeig-