Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 44
42
Sigfús Haukur Andrésson
Skírnir
fylgja lángvarandi vetrarkulda, mjólkur- niaturta- og lireyf-
íngar-leysi, og ödrum illum adbúnadi. Dó þar sumt af tjed-
um sjúkdómum, og ad nockru leiti af hardrétti, þar bædi út-
lendar matvörur vóru í kaupstadnum nær því alls ófáanleg-
ar, og eins sveita- og sjáfar-vörur — vegna saudkinda- og
nautpeníngs-fædar í sveit, en fiskileysis vid sjó — íslendskra
á milli, nema máské lítid eitt med óheyrdu verdi. I þessari
daudans neyd hefdi þó allvíst fleira horfallid af Reykjavíkur
marga bjargarlausa tómthús-fólki, ef Hra. Kaupmadur Westi
Petræus þá ecki hefdi hjálpad því med töluverdu láni af sín-
um eginn innkeypta höndlunar-fiski, med mjög sannsýni-
legum skilmálum — verdskuldar því velnefndur Kaupmadur
sanngjarnt hrós, fyri tjeda hjálp, og þad þess heldur, sem vér
í ár [1803] sjáum, hvörjar verkanir sumra Kaupmanna mót-
sett breytni hefir orsakad."
Þessi frásögn „Minnisverðra Tíðinda“ er í góðu samræmi
við það, sem segir í bréfum embættismanna þessi árin, og
gæti niðurlagið til dæmis verið sneið til þeirra Súnckenbergs
og Jacobæusar. En það, að verzlunarskuldir manna jukust
verulega um allt land á þessum árum, sýnir, að ýmsir kaup-
menn veittu allmikil vörulán. Voru þeir að sjálfsögðu liðlegri
við lánveitingar, ef einhver samkeppni var í verzluninni, en
um hana var helzt að ræða í Reykjavík, þar sem nokkrar
fastar verzlanir voru reknar. Vottur af samkeppni var einnig
í Hafnarfirði, Keflavík, Isafirði, Akureyri og Eskifirði, og
stundum sköpuðu lausakaupmenn nokkra samkeppni á sumr-
um á sumum höfnum.
Á hallærisárum, eins og þeim sem liér um ræðir, var það
óneitanlega mjög tvísýnt fyrir hagsmuni kaupmanna að lána
þeim mönnum nokkuð teljandi, sem misst höfðu mestan eða
allan bústofn sinn, því að eftir slíkt áfall lilaut það alltaf að
taka menn langan tíma að komast á réttan kjöl að nýju,
eftir að árferði hafði batnað. Minni áhætta var þó að lána
bændum, sem byggðu einnig afkomu sína á sjósókn, og jafn-
vel þurrabúðarmenn voru líklegir til að geta borgað skuldir
sínar fljótlega, er úr rættist um sjávarafla. Um allt land var
fólk annars orðið allskuldugt við kaupmenn, „samt tók þad