Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 39
Skírnir
Harðindi á Islandi 1800—1803
37
sem byggju við skort, gætu alls ekki keypt kornið, og hinir,
sem hefðu önnur matvæli til að draga fram lífið á, keyptu
það ekki heldur. Allt virtist því benda til þess, að megin-
hlutinn af því myndi liggja óseldur fram á næstu sumar-
kauptíð. En til þess að þeir, sem verst voru settir, fengju
einhverja lágmarksúrlausn, bað stiftamtmaður Faber um 40
tunnur af mjöli út í reikning sinn þar til á komandi sumri,
en þá skyldi hann leggja inn gjaldvöru fyrir því. Þessu mjöli
kvaðst hann mundu úthluta gefins þeim, er væru mestrar
hjálpar þurfi á kaupsvæði Reykjavíkur. En þar að auki hafði
hann þá þegar gefið bágstöddu fólki 20 tunnur af rúgi.
Stiftamtmaður kvartaði yfir hinu háa kornvöruverði í bréfi
til rentukammers um miðjan marz 1803, enda gætu fátækir
ekki heldur fengið neitt lánað út í reikning og yrðu því að
lifa við sult og seyru í stöðugum ótta við að verða hungur-
morða, þar eð ekkert hafði heldur aflazt í öllu kaupstaðar-
umdæmi Reykjavíkur síðan í byrjun október. Væri þess vegna
enn hætta á mannfelli þar, ef aflahorfur bötnuðu ekki, þar
eð sú hjálp, sem þegar hefði verið veitt fyrir 600 ríkisdali
úr Kollektusjóði og um 500 dali frá honum sjálfum, nægði
ekki til að bæta úr neyðinni almennt, þó að ýmsum væri
borgið að sinni.
Skip það, sem Just Ludvigsen sendi af stað haustið 1802
og fyrr var getið, komst ekki til Reykjavíkur fyrr en seint
í apríl 1803 eftir langa og erfiða ferð. Voru kornvörurnar,
sem það hafði meðferðis, seldar á 8 rikisdali tunnan, sem
þótti einnig dýrt sökum þess háa styrks, sem Ludvigsen hafði
verið veittur til þess að senda þær.
Ólafur stiftamtmaður Stefánsson hafði þá að vísu einnig
fengið fyrrnefnda 1000 ríkisdali til kornkaupa, en sú upp-
hæð hrökk þó heldur skammt, enda þótt þetta kom væri selt
á nokkm lægra verði heldur en það, sem Sunckenberg sendi.
Upphæðin féll ekki heldur öll til suður- og vesturamts, þar
eð 130 ríkisdalir af henni voru fengnir Stefáni Þórarinssyni
til úthlutunar nyrðra og eystra, sem hann skipti milli Húna-
vatns-, Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og Suður-Múlasýslu, er