Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 84
82
Einar Bjarnason
Skirnir
um eldra, með því að þá mun Vigfús vera dáinn. „Samþykkti
minn sonur Ivar þessa mína gjörð með mér“ segir í bréfinu,
en sennilega má ekki taka mark af orðalaginu „hans sonar
Erlends" og „minn sonur lvar“. Báðir hafa þeir líklega verið
synir Guðriðar og Vigfúsar. Ivar dó 1433 og er því líklegt,
að bréfið sé heldur eldra en frá því ári.1)
Um börn þeirra Vigfúsar og Guðriðar er kunnugt, að upp
komust Ivar, Margrét, Hólmfríður og sennilega Þorlákur.
ívar hólmur Vigfússon
er einn þeirra manna, sem undirrita á Alþingi árið 1431 hyll-
ingarskjal til Eiríks konungs af Pommern.2) Hann er að vísu
ekki nefndur með viðurnefni þar, en i skjali frá 1473, er
varðar Bjarna son hans og síðar verður getið, kemur viður-
nefni hans fram, og verður veigamesta sönnunargagnið fyrir
ættfærslunni á Vigfúsi föður hans.3)
1 Gottskálksannál segir við árið 1433: „Kirkjubólsbrenna
suður, er Ivar Vigfússon junkæri var skotinn til dauða. Var
fyrir þeirri heimsókn Magnús kæmeistari í Skálholti, er sum-
ir sögðu væri sonur biskup Jóns Gerekssonar í Skálholti ins
danska. Vildi hann eiga systur Ivars sonar Vigfúss hirðstjóra
og fékk ei. Hét hún Margrét. Sigldi Magnús í burt af landi
og kom aldri aftur, en Margrét komst út um ónshúsið með
skærum sinum og vildi öngvan eiga nema sem hefndi bróð-
ur síns. Síðan lét Þorvarður Loftsson deyða biskup Jón í
Skálholti í Brúará.“ 4)
Ivar hefur líklega verið fæddur um eða skömmu fyrir 1400.
Hann hefur verið kvæntur, með því að hann hefur tvímæla-
laust átt a. m. k. einn skilgetinn son, Bjarna, sem kvæntist
Sophíu, dóttur Lofts ríka Guttormssonar, og hefði óarfbær
sonur Ivars ekki haft svo mikil efni, að hann gæti fengið svo
ríkt kvonfang. Annan son átti ívar, svo sem brátt skal gerð
1) D.I. IV, 530—531.
2) D.I. IV, 462.
3) D.I. V, 728—720.
V Isl. Ann., 370.