Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 113
Skírnir Níutiu ára afmæli vesturísl. þjóðræknisstarfsemi 111
enska tungu svo vel mætti bjarga sjer í daglegu lífi; en
það væri heilög og háleit skylda hvers tslendings að
gleyma ekki eigin tungu sinni nje heldur blanda hana
allskonar hrafnamáli, eins og frændur vorir af norður
löndum gjöra sig svo stórkostlega seka i, þá er liingað er
komið. Meðal annars þótti ástæða að vara við þvi, að
breyta eptir Norðmönnum hjer í landinu, í því, er þeir
margir hverjir hafa breytt nöfnum sínum eða tekið sjer
ný nöfn frá rótum, er þeir halda á lopti andspænis hin-
um ensku talandi landslýð, en hið forna norska nafn laf-
ir þó við þá meðal hinna norsku sveitunga þeirra; þeir
þykjast verða að gjöra Ameríkumönnum auðveldara fyr-
ir að bera nöfn sín fram og taka því upp á þessari flónsku.
Segja má um þessi áminningarorð séra Jóns hið fornkveðna,
að „ekki er orð nema í tíma sé talað“. Um hitt þarf ekki að
fjölyrða, að Vestur-íslendingar hafa ekki fylgt áminningu
hans í þessu efni, og er það ekki sagt þeim til lasts, heldur
aðeins sem staðreynd, enda kemur hér ýmislegt til greina,
ef rökræða ætti það nafnbreytingamál og rekja til róta. En
mikinn fróðleik um það efni er að finna í ritgerð starfsbróð-
ur míns í Winnipeg, Haralds Bessasonar prófessors, Um ís-
lenzk mannanöfn í Vesturheimi, í Tímariti ÞjóSrœhnisfélags-
ins fyrir árið 1957.
Skal nú horfið aftur að Milwaukee-hátíðinni. Að lokinni
ræðu séra Jóns, tók Jón Ólafsson á ný til máls og minntist
amerískra íslandsvina, sér i lagi þeirra prófessors Willards
Fiskes við Cornell-háskólann í íþöku, New York, og Norð-
mannsins Rasmus B. Andersons, prófessors við háskóla Wis-
consin-ríkis í Madison; en báðir höfðu þessir merkismenn átt
hlut að bókasendingum til Islands þjóðhátíðarárið. 1 heiðurs
skyni hafði þeim einnig verið boðið á hátíð Islendinga i Mil-
waukee, en hvorugur gat komið, forfalla vegna. Á milli ræðn-
anna voru sungnir íslenzkir söngvar, meðal annars Eldgamla
ísafold og Lóan í flokkum flýgur, en frú Lára Bjarnason, sem
var í undirbúningsnefnd hátíðarinnar, stjórnaði söngnum. I
dagbók sinni hefir hún ritað greinargóða frásögn um Mil-
waukee-hátíðina, og var sú frásögn birt í hátíðarblaði Lög-