Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 9
Skírnir
Harðindi á íslandi 1800—1803
7
hluta afla síns inn hjá kaupmönnum á haustin í trausti þess,
að sæmilega fiskaðist að vetrinum og vorinu, en oft gat
brugðið til beggja vona.
Að tilmælum stiftamtmanns var reynt að stemma stigu
við óhóflegum útflutningi a fiski og öðrum matvörum úr
landinu með konungsúrskurði 1782, þar sem brýnt var fyrir
mönnum að leggja ekki meira inn í verzlanirnar en svo, að
þeir hefðu sjálfir nóg til vetrarforða.1 Árangur þessa hréfs
kann að hafa orðið einhver í tíð konungsverzlunar, en eftir
að fríhöndlun hófst árið 1788, hlaut það að vera alveg einsk-
is nýtt plagg. Þegar vel áraði og mikið framboð var af fiski
og öðrum vörum, jaínvel meira en kaupmenn töldu sér hag-
kvæmt að taka við, mátti það einu gilda fyrir þá, þótt lands-
menn sætu eftir með allmiklar birgðir. Öðru móli gegndi
hins vegar, þegar illa hafði árað til lands og sjávar og lítið
var að hafa af þeim vörum, sem útgengilegastar voru er-
lendis. Þá reyndu kaupmenn á allan hátt að herja þessar
vörur út úr landsmönnum og tregðuðust \dð að selja þeim
fyrir peninga þær vörur, er þeir sóttust mest eftir, nema þá
aðeins á uppsprengdu verði.
Ein af jákvæðu hliðum konungsverzlunarinnar síðari (1774
—1788) var, að þá var jafnan séð fyrir því, að nægar mat-
vörubirgðir og aðrar mikilvægustu nauðsynjavörur væru til
á verzlunarhöfnunum órið um kring. Auk þess lagði verzl-
unarstjórnin svo fyrir, að kaupmenn skyldu í samráði við
hlutaðeigandi sýslumenn lána mönnum brýnustu lífsnauð-
synjar, þegar hungursneyð væri yfirvofandi. Mun óhætt að
fullyrða, að þótt rnikill mannfellir yrði í Móðuharðindunum,
hefði hann orðið enn þá meiri, ef slíkrar hjálpar af hálfu
konungsverzlunarinnar hefði ekki notið við.
Við afnám hinnar konunglegu einokunarverzlunar þótti að
vonum ekki fært að skylda kaupmenn til að veita mönnum
reikningslán fram yfir það, sem hver og einn sæi sér hag i.
Hins vegar voru þá uppi tillögur um, að stjórnin kæmi upp
kornvöruforðabúrum á nokkrum stöðum í landinu, sem grípa
mætti til á hallæristímum, en þetta komst aldrei í fram-
kvæmd, þótt ýmsir embættismenn á íslandi, og þá einkum