Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 24
22
Sigfús Haukur Andrésson
Skírnir
ið norðanstormar, sífelld næturfrost og ýmist fjúk eða þokur,
en nær aldrei gróðrarskúrir eða sunnanvindar nema eitthvað
4 daga samtals allt sumarið. Sprettan var því hin bághorn-
asta, sem menn mundu í allri sýslunni og þeim mun lélegri
sem norðar dró. 1 fáeinum sveitum hófst sláttur í byrjun
ágúst, en víðast hvar ekki fyrr en um miðjan þann mánuð.
Heyið af túnunum, sem var víða hálfgerður salli, varð að
bera inn í pokum hálfþurrt. Taldi sýslumaður, að það, sem
bændur fengu yfirleitt af túnum sínum, myndi ekki einu sinni
nægja handa helmingi þess búfjár, sem þeir áttu eftir.12
Stefán amtmaður Þórarinsson gerði ráð fyrir því í bréfi
til rentukammers 9. september þetta haust, að heyfengur í
Eyjafjarðarsýslu yrði ekki nema helmingur þess, sem feng-
ist venjulega i meðalári, og álíka myndi þetta reynast í öðr-
um sýslum amtsins.13 Virðist hann hafa orðið sannspár um
þetta. Engjasláttur stóð fram eftir öllu hausti þetta ár, og
áttu menn alls staðar hey úti um mánaðamótin september-
október, en þá gerði frost og hríð um allt land. Á Suðurlandi
varð þetta kast raunar skammvinnt, og brá þar til hláku og
góðviðris, svo að eitthvað af þessu heyi bjargaðist, en annars
staðar eyðilagðist það eða varð að mjög litlu gagni. Lang-
vinnastur varð þessi óveðurskafli í Strandasýslu norðanverðri
og norðaustan til á landinu eða fram undir miðjan nóvem-
ber í Þingeyjarsýslu samkvæmt bréfi Þórðar sýslumanns til
rentukammers 13. febrúar 1803.14
Allt þetta olli því, að bændur, sem áttu eitthvað teljandi
eftir af búpeningi, sáu þann kost vænstan að slátra allmiklu
af honum, og ber heimildum saman um, að furðumikið sauð-
fé hafi verið rekið í kaupstaðina til slátrunar þetta haust,
og í allri Þingeyjarsýslu voru aðeins 222 lömb sett á. I bréfi
til rentukammers 9. október 1802 segir Stefán Þórarinsson,
að hinn frámunalega lélegi heyskapur sumarsins, sem lauk
með þvi, að menn urðu að horfa upp á það hey, er þeir
höfðu ekki náð inn í septemberlokin, grafast undir fönn,
valdi því, að nú verði bændur daglega að slátra einhverju
af kúm, miklu af ám og öllum lömbum, sem sett voru á.
Þetta bætist við þann tiltölulega mikla fjölda sauða og ann-