Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 89
Skíruir
Ætt ívars hólms hirðstjóra Vigfússonar
87
Guðrnundur ívarsson.
Síra Jón Egilsson í Hrepphólum segir í annálum sínum,1)
aS einn bróðir Stefáns biskups í Skálholti Jónssonar hafi ver-
ið Guðmundur. Barn Guðmundar segir hann, að hafi verið
síra Þórður, og þekkir síra Jón ekki afkvæmi hans, en annan
son Guðmundar telur hann Brand, sem bjó á Leirá í Leirár-
sveit. Syni Brands telur hann Ólaf og Torfa. Dóttur Guð-
mundar telur síra Jón Valgerði, sem fyrr átti Pétur lögréttu-
mann Sveinsson, en siðar Hallkel nokkurn.
Brandur faðir Ólafs á Leirá og Torfa í Höfn er í gömlu
niðjatalshandriti sagður hafa verið Magnússon, og er kona
hans þar talin Ingibjörg dóttir Torfa sýslumanns í Klofa Jóns-
sonar.2) í niðjatali þessu er verið að rekja niðja Torfa, en
ekki er þar að öðru leyti gerð grein fyrir ætt Brands. Víst er
þó, að um sama Brand er að ræða sem þann, er síra Jón Egils-
son telur son Guðmundar bróður Stefáns biskups.
Brandur Guðmundsson kærði Sigurð sýslumann í Hegranes-
þingi Finnbogason fyrir það, að hann liéldi fyrir sér jörðinni
Egilsstöðum í Vallanessókn, sem honum hefði til erfða fallið
eftir Þorvarð heitinn Guðmundsson bróður sinn samfeðra.
Dómur gekk um mál þetta á Alþingi 1. júlí 1519. Sigurður
bar fram bréf, sem greindi frá því, að Þorvarður heitinn hefði
gefið honum jörðina Egilsstaði í próventu með sér. 1 dómnum
scgir, að svo hafi reynzt, að Þorvarður hafi ekki átt annað
en þessa jörð, þegar hann gaf hana, og gjöfin sé ógild, af því
að hann hafi ekki mátt gefa meira en fjórðung af fé sinu
samkvæmt lögum. Brandi voru dæmd til eignar 18 hundruð
úr jörðinni, eða % hlutar hennar, en Sigurði þj,, 6 hundruð.
Skilríki fyrir próventugjöf Þorvarðar er enn lil í frumriti.
Fyrirsögn skjalsins hljóðar svo: „Próventugjöf Þorvarðs Guð-
mundssonar. Hann gefur Þorsteini Finnbogasyni með sér til
fósturs Egilsstaði í Fljótsdalshéraði.“ 3)
Fyrirsögn þessi kann að vera töluverðu yngri en sjálft
a) Safn I, 51.
2) AM 258 fol.
3) D.I. VIII, 697—698 og 628—629.