Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 125
Skírnir Níutiu ára afmæli vesturísl. þjóðræknisstarfsemi 123
Sjaldan verður ósinn eins
°g uppsprettuna dreymir.
En svo margslungin og umfangsmikil er saga Þjóðræknis-
félagsins orðin, að ég fæ aðeins stiklað á nokkrum stærstu
atriðunum, en verð að öðru leyti að vísa þeim, sem áhuga
hafa á því að kynnast þeirri sögu, til fyrrnefndrar ritgerðar
dr. Rögnvalds Péturssonar á 20 ára afmæli þess, og til rit-
gerða minna A Idarfjóröungsajmœli Þjöðrœknisfclagsins og
ÞjöðrccknisfélagiS 45 ára, en þær er allar að finna í Tímariti
félagsins á umræddum tímamótum í félagssögunni.
Félagið telur nú 9 deildir og tvö sambandsfélög. Eru sex
þeirra deilda í Manitobafylki í Kanada, tvær á vesturströnd-
inni, í Vancouver, British Columbia, og í Blaine í Washing-
tonriki, og ein í Norður-Dakota, auk þess sambandsdeildirnar
Vestri í Seattle, Washington, og Islendingafélagið í New York.
Má því segja, að deildir félagsins, að sambandsdeildum þess
meðtöldum, brúi Vesturálfu frá New York til Seattle og Van-
couver, og ber það því vitni, hvað félagið stendur víða fót-
um, að ógleymdum einstökum félagsmönnum, sem dreifðir
eru um álfuna bæði í Kanada og Bandarikjunum, og síðast,
en ekki sízt, sá ágæti hópur fólks hér heima á Islandi, sem
er í félaginu, og erum vér, félagsfólkið vestan álanna, sér-
staklega þakklátir fyrir þann mikla liðsstyrk af ykkar hálfu.
Rætast hér í verki orð séra Matthíasar: „Og frændsemin skal
brúa saman löndin.“
Deildir félagsins eiga eðlilega við mjög mismunandi að-
stæður að búa, sumar eru fjölmennar og ærið athafnamiklar,
aðrar fámennari og eiga því erfiðari aðstöðu til starfs. En
yfirleitt halda þær merkilega vel í horfi, eins og fram kom
í skýrslum þeirra á þjóðræknisþinginu í vetur. Ásamt deild-
um sínum hefir félagið haldið uppi, og gerir enn, harla víð-
tækri útbreiðslu- og fræðslustarfsemi um Island og íslenzkar
menningarerfðir meðal fslendinga i byggðum og borgum
vestan hafsins. Með sama hætti hefir það stutt að íslenzku-
kennslu og scngfræðslu barna og unglinga, og enn halda
ýmsar deildirnar uppi slíku starfi, en sjálft stóð félagið ára-