Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 180
178
Þorstelnn Þorsteinssort
Skírnir
og sama lágmark hefur verið sett fyrir þau nöfn, sem fyrst
koma fyrir í síðustu nafnaskýrslunni (1921—50), en af þeim
hafa aðeins 4 nöfn komizt yfir það. Með þessu er reynt að
taka hæfilegt tillit bæði til aldurs og útbreiðslu nafnanna,
þar sem engar útbreiðslukröfur eru gerðar til elztu nafnanna,
en því meiri sem nöfnin hafa verið skemur í notkun.
1 6. skrá (hls. 231) hafa verið tekin upp tíðustu nöfnin úr
öllum nafnaskýrslunum (1703, 1855, 1910 og 1921—50), sem
hafa náð nafngjafafjölda yfir 1% af tölu nafnbera á hverjum
tíma. Er nöfnunum raðað eftir tíðni þeirra á síðasta tímabil-
inu, en jafnframt sýndur nafngjafafjöldi hvers nafns á und-
anförnum timabilum og hvar í röðinni tíðni þess hefur ver-
ið þá. Tekin hafa verið með öll nöfn, sem náð hafa lágmarki
í einhverjum dálkinum. I þeim dálkum, þar sem þau hafa
verið undir lágmarki, er samt líka sýndur nafngjafafjökh
þeirra, ef einhver hefur verið, en innan sviga, og ekki hefur
verið reiknað með þeim tölum við samtöluna, sem aðeins
táknar tölu nafngjafa yfir lágmarki.
Niðurstöður.
Að undanskilinni hinni síðustu, eiga nafnaskrár þær, sem
hér hefur verið lýst, að sýna, hve mikið af nöfnunum í
manntölunum 1703, 1855 og 1910 og nafngjöfum á árunum
1921—50 hafi verið af norrænni gerð að öllu eða nokkru
leyti og hve mikið af öðrum toga spunnið, tökunöfn eða ný-
myndanir af ónorrænum tökuorðum. Þó hefur mikill fjöldi
fátíðra tökunafna eða nafna af vafasömum uppruna alls ekki
verið tekinn hér til neinnar meðferðar. Niðurstöður þær,
sem fengizt hafa í 1.—5. skrá, hafa verið teknar saman í
1. og 2. yfirlitstöflu. Fjallar hin fyrri um tölu nafngjafanna,
eða hve margir menn hafi heitið þessum nöfnum, en hin
síðai’ um nafnatöluna. Til betra yfirlits er skipting nafn-
gjafanna líka sýnd með hlutfallstölum og nafnanna einnig
að nokkru leyti.
Til þess að fá fullkomna vitneskju um nafnaval lands-
manna, nægir ekki að lita á nafnatöluna eina, án tillits til
útbreiðslu þeirra, því að nöfnin eru svo afar misjafnlega