Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 23
Skírnir
Harðindi á íslandi 1800—1803
21
hungurmorða fólk, því að alltaf hefði það verið venja, að
mannfellir færi í kjölfar mikils fjárfellis, enda ættu nú all-
margir landsmenn enga skepnu eftir.11
Þess er ekki að vænta, að Stefán amtmaður Þórarinsson
gæfi rentukammerinu neitt glæsilegri lýsingar á ástandinu
heldur en stiftamtmaður gerði, allra sízt eftir að komið var
fram á sumar, án þess að nokkur merki sæjust um, að haf-
ísinn myndi hverfa frá ströndum amtsins í bráð. Meirihluta
íbúanna í amti hans voru líka flestar bjargir bannaðar, þar
eð hafísinn útilokaði þá ekki aðeins frá sjósókn, heldur og
annarri sjávarnyt, sem var annars mörgum þeim, er við sjó-
inn bjuggu, mikil búbót, svo sem eggja- og sölvatekju og nýt-
ingu skelfisks, en allt þetta var að jafnaði mikilvægt, er
þröngt var í búi á vorin. Engin von var heldur um aðflutn-
inga á erlendum nauðsynjum til þeirra landshluta, sem um-
luktir voru hafís.
Þótt vor- og sumarkuldarnir tefðu mjög og hindruðu allan
grasvöxt syðra, urðu áhrif þeirra enn skaðlegri í öllum norð-
urhluta landsins, eins og hefur þegar að nokkru komið fram
um Strandasýslu og Isafjarðarsýslu. Einna verst munu þó
Norður-Þingeyingar og íbúar norðurhluta Norður-Múlasýslu
hafa farið út úr harðindunum.
Samkvæmt bréfi Þórðar Björnssonar sýslumanns í Þing-
eyjarsýslu til rentukammers 22. september 1802, ríkti algert
vetrarveður í sýslunni fram í miðjan júní. Fé tók að falla
hópum saman í apríl og maí, einkum á Langanesi, Þistil-
firði, Sléttu, Núpasveit og Axarfirði og einnig Fjörðum og
Flatevjardal, svo að þessar sveitir misstu mestan hlutann af
ám sínum og lömbum. Kýr varð að hafa inni á gjöf fram
um Jónsmessu og í sumum sveitum, svo sem Fjörðum og
Flateyjardal, þar til viku af júll. Áleit sýslumaður að varla
myndu finnast dæmi um slíkt í annálum. Þá var ófærðin
enn slik á fjallvegum, að úr þessum síðastnefndu sveitum
gat enginn sótt manntalsþingin á Hálsi og Grýtubakka 3.
og 6. júlí, svo að sýslumaður gat ekki tekið þingsvitni af
bændum þaðan um þessi óvenjulegu harðindi. Frá miðjum
júní og fram til þess, er bréfið var skrifað, höfðu oftast ver-