Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 65
Skírnir
Bandarísk skólamál
63
skeiðið fyrir sér, aðrir nemendur hefðu ekki getað fylgzt
með.
1 Chicago er mikil stund lögð á íslenzk fræði undir öruggri
forystu prófessors Gösta Franzéns. Prófessor Franzén er sænsk-
fæddur og sænskmenntaður, og munu margir hér þekkja
hann af ferðum hans hér á landi. Við University of Chicago
liafa verið námskeið i nútímamáli íslenzku, fornmáli, forn-
um norrænum bókmenntum og menningarsögu. Á þessu
hausti hafði prófessor Franzén námskeið í norrænni goðafræði
og ræddi þar á víðum grundvelli um menningarlegt baksvið
víkingaaldar. Hafði ég mikla ánægju af að sækja kennslu-
stundir hans, ræða við nemendur hans og svara fyrirspurn-
um þeirra. Ég flutti þarna einnig opinberan fyrirlestur um
íslenzk nýyrði, og virtist mér, að stúdentum og prófessorum
þætti það forvitnilegt efni. Ætlaði ég aldrei að losna fyrir
fyrirspurnum, sem yfir mig rigndi.
Prófessor Franzén hefir undanfarið unnið að riti um staða-
heiti í Laxárdal. Er þetta allstórt verk og er nýkomið út á
sænsku. Þá hefir einn nemandi hans, Arne Brekke, norsk-
ættaður Bandaríkjamaður, 113'dega lokið við doktorsritgerð
um orðið holt, merkingarþróun þess og sögu allra íslenzkra
bæjanafna, sem samsett eru af þessu orði. Arne Brekke er
nú aðstoðarprófessor í Grand Forks, og átti ég þess kost að
sjá ritgerð hans. Vitanlega hafði ég ekki tíma til að lesa hana
ofan í kjölinn, þar sem ég átti skamma viðdvöl og hafði í
mörgu að snúast, en ég sá þó, að margar heimildir höfðu
verið notaðar og víða seilzt til fanga. Prófessor Brekke hefir
komið hingað, en aðeins verið hér skamma hríð. Mér gafst
ekki tækifæri til að sjá íslenzkan bókakost við Chicago-háskóla
og get því ekkert um hann sagt. En ekki má gleyma því, að
íslenzki ræðismaðurinn í Chicago, dr. Árni Helgason, á mik-
inn þátt í áhuga á íslenzkum málum þar í borg og hefir
stundum kennt nútímaíslenzku við háskólann.
University of Wisconsin í Madison er tvímælalaust í röð
allra fremstu miðstöðva fyrir íslenzk fræði í Bandarikjunum.
Er þetta um fram allt verk prófessors Einars Haugens. Hann
er mörgum hér að góðu kunnur, síðan hann dvaldist hér sem