Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 171
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON:
BREYTINGAR Á NAFNAVALI
OG NAFNATÍÐNI Á ÍSLANDI
ÞRJÁR SÍÐUSTU ALDIR.
Inngangsorð.
Upp úr þrem manntölum, sem tekin hafa verið hér á landi,
hafa verið gerðar skýrslur um mannanöfnin í þeim, þar sem
nöfnunum hefur verið raðað eftir stafrófsröð og tilgreint, hve
margir menn hafa borið hvert nafn. Var slík skýrsla fyrst
tekin upp úr manntalinu 1855 [2] og síðar úr manntalinu
1910 [3], og voru þær báðar gefnar út með opinberum hag-
skýrslum. Þá birtist þriðja skýrslan í Safni til sögu Islands
1960, er prófessor Ölafur Lárusson hafði tekið saman úr
manntalinu 1703 [1], en það hafði þá allt verið birt á prenti
fyrir nokkrum árum. Loks kom svo út svipuð skýrsla árið
1961, sem ég gerði að tilhlutun menntamálaráðuneytisins [4].
Hún var þó að því leyti frábrugðin hinum, að hún var ekki
byggð á manntali, heldur á skýrslum prestanna, er þeir senda
Hagstofunni, um fæðingar og skirnir, og náði hún yfir nafn-
gjafir á þrem áratugum, 1921—50. Þessar fjórar nafnaskýrsl-
ur ná yfir tvær og hálfa öld, og í rauninni meir, því að flest-
öll nöfnin í manntalinu 1703 stafa frá nafngjöfum á öldinni
á undan, jafnvel nokkur allt frá byrjun hennar.
Þar sem það mun vera nokkuð einstætt, að til séu full-
komnar nafnaskýrslur, er spenna yfir svo langt tímabil, þá
hefur mér komið til hugar, að það mundi ef til vill vera
ómaksins vert að gera nokkurn samanburð á nafnaskýrsl-
unum fjórum. Mætti með því fá ýmislega vitneskju um þær
breytingar, sem orðið hafa á nafnavali Islendinga þrjár síð-
ustu aldirnar. I nafnaskýrslunum hefur mörgum orðið star-
sýnt á ýms óviðfelldin nöfn, einkum útlend, sem fara ekki
vel í íslenzku máli, og þar sem þessa gætir ekki sízt í síðustu
skýrslunni, þá er varla að furða, þótt ýmsum kunni að lítast